Bind­ing kolt­víoxíðs – Styrkur 1,5 Milljarður

Heimild:  

.

September 2017

OR og HÍ fengu 1,5 millj­arðs króna styrk

Orku­veita Reykja­vík­ur í sam­starfi við Há­skóla Íslands og er­lend­ar vís­inda­stofn­an­ir hafa fengið tvo styrki sam­tals að fjár­hæð 12,2 millj­óna evra, eða rúm­lega eins og hálfs millj­arðs króna, frá Evr­ópu­sam­band­inu til þróa áfram bind­ingu kolt­víoxíðs sem grjót. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

„Ný­sköp­un­ar­verk­efn­in, sem hóf­ust árið 2007, hafa þegar leitt til veru­legs sam­drátt­ar í los­un jarðhitalofts frá Hell­is­heiðar­virkj­un. Níu doktorsnem­ar hafa varið rit­gerðir sín­ar um kol­efn­is­bind­ingu í bergi og starfa við rann­sókn­ir hér heima og er­lend­is. Framund­an er meðal ann­ars að þróa bind­ingu kolt­víoxíðs á sjáv­ar­botni.“ Þetta kem­ur jafn­framt fram í til­kynn­ingu.

Dr. Edda Sif Pind Ara­dótt­ir leiðir rann­sókn­ina gas í grjót.

Frá ár­inu 2007 hafa vís­inda­menn í sam­starfi við iðnaðar- og tækni­fólk Orku­veitu Reykja­vík­ur og dótt­ur­fyr­ir­tækj­anna Orku nátt­úr­unn­ar  og Veitna unnið að þróun og próf­un þeirr­ar hug­mynd­ar að hægt sé að taka kolt­víoxíð sem kem­ur upp með jarðhita­vökv­an­um við nýt­ingu hans, blanda það vatni og dæla því aft­ur niður í jörðina þaðan sem það kom. Þar bind­ist það var­an­lega á formi steinda. Þetta heppnaðist. Sama aðferð er nú nýtt til að hreinsa brenni­steinsvetni úr út­blæstr­in­um og er nú um 60% þess sem upp kem­ur bundið sem steind­ir í basalt­berg­lög­um djúpt í jörðu í grennd virkj­un­ar­inn­ar. Car­bFix er heitið á upp­haf­lega þró­un­ar­verk­efn­inu með kolt­víoxíð. SulFix er heitið sem brenni­steins­verk­efnið fékk og einu nafni ganga þau und­ir heit­inu Gas í grjót.

Vegna þess að þær aðferðir sem þróaðar hafa verið til að binda jarðhitaloftið í basalt­lög­un­um eru vatns­frek­ar og að mik­il basalt­berg­lög er að finna á hafs­botni beina vís­inda­menn í verk­efn­inu nú sjón­um að bind­ingu kolt­víoxíðs í sjáv­ar­botni. Þetta kem­ur einnig fram í til­kynn­ingu.

Verk­efnið við kolt­víoxíðið, sem nefnt er Car­bFix, hef­ur vakið heims­at­hygli síðustu miss­eri en grein um það birt­ist í Science, virt­asta vís­inda­tíma­riti heims, um mitt síðasta ár

Fleira áhugavert: