Binding koltvísýrings – 2 ár, 95%

Heimild:  

.

Hellisheiðarvirkjun

Júní 2016

Geta bundið kol­sýr­ing á tveim­ur árum

Hægt er að binda kolt­ví­sýr­ing sem stein­teg­und í basalt­berg­lög­un­um við Hell­is­heiðar­virkj­un að 95 pró­sent­um á tveim­ur árum en ekki öld­um eða árþúsund­um eins og áður var talið.

Þetta kem­ur fram í grein sem mun birt­ast í dag í Science sem er eitt út­breidd­asta og þekkt­asta vís­inda­tíma­rit heims. Grein­in fjall­ar um Car­bFix-lofts­lags­verk­efnið sem unnið hef­ur verið að við virkj­un Orku nátt­úr­unn­ar á Hell­is­heiði frá ár­inu 2007.

Aðal­höf­und­ur grein­ar­inn­ar er Jürg Matter, einn þeirra fjölda vís­inda­manna sem komið hafa að verk­efn­inu. Verk­efn­is­stjóri þess er dr. Edda Sif Pind Ara­dótt­ir, vís­indamaður á þró­un­ar­sviði Orku­veitu Reykja­vík­ur. OR hef­ur verið helsti bak­hjarl verk­efn­is­ins frá því til þess var stofnað. Að því hef­ur komið fjöldi vís­inda­manna auk iðnaðarmanna og tækni­fólks OR og síðar einnig Orku nátt­úr­unn­ar.

Þau meg­in­mark­mið sem lagt var upp með við stofn­un Car­bFix-verk­efn­is­ins voru þrjú:

  • Að auka skiln­ing á því hvað verður um kolt­ví­sýr­ing sem dælt er niður í berg­grunn­inn til langs tíma litið.
  • Að þróa tækni til að binda kolt­ví­sýr­ing var­an­lega í jarðlög­um.
  • Að gefa út og miðla niður­stöðum rann­sókna og til­rauna svo þær geti nýst sem víðast.

Nú er ljóst að öll mark­mið hafa náðst og áfram verður unnið að frek­ari fram­gangi þeirra. Car­bFix-verk­efnið er ein­stakt að því leyti að það teng­ist beint rekstri jarðvarma­virkj­un­ar og er merki­legt dæmi um sam­starf vís­inda­sam­fé­lags­ins og orku­fyr­ir­tæk­is. Kolt­ví­sýr­ing­ur, sem kem­ur upp með jarðhita­vökv­an­um og færi ann­ars út í and­rúms­loftið, er bund­inn í bergi í grennd virkj­un­ar­inn­ar og eyk­ur þar með grænt gildi orku­fram­leiðslunn­ar.

Ljós­mynd/​Orku­veita Reykja­vík­ur

Kolt­ví­sýr­ing­ur er um 0,4% út­blást­urs virkj­un­ar­inn­ar. Með því að leysa kolt­ví­sýr­ing­inn upp í vatni við niður­dæl­ingu – svipað og í sóda­vatni – er veru­lega dregið úr hættu á því að hann sleppi til yf­ir­borðs áður en hann binst í formi kar­bónat steinda í berg­grunn­in­um. Kolt­ví­sýr­ing­ur­inn binst jafn­framt hraðar í berg­inu sé hann upp­leyst­ur í vatni. Þessi bind­ing kolt­ví­sýr­ings í bergi er þekkt í nátt­úr­unni og sést oft sem hvít­ar dopp­ur eða holu­fyll­ing­ar í gos­bergi.

Verk­efnið hef­ur notið alþjóðlegra rann­sókn­ar­styrkja meðal ann­ars frá Evr­ópu­sam­band­inu og Banda­ríkja­stjórn.

„Þess­ar niður­stöður eru merki­leg­ar fyr­ir margra hluta sak­ir. Í fyrsta lagi hvað bind­ing­in er hröð. Aðferðirn­ar sem við höf­um þróað standa öðrum til­raun­um í þessa veru tals­vert fram­ar hvað þetta varðar. Í öðru lagi er þessi aðferð miklu ódýr­ari en aðrar sem við höf­um upp­lýs­ing­ar um.

Við áætl­um að kostnaður við bind­ingu hvers tonns sé um 3.500 krón­ur. Það helm­ing­ur til fjórðung­ur af þeim fjár­hæðum sem gefn­ar hafa verið upp við sam­svar­andi verk­efni. Í þriðja lagi höf­um við nú í hönd­un­um niður­stöður sem gefa til kynna að heims­byggðin hafi eign­ast nýtt vopn í bar­átt­unni við lofts­lags­vand­ann,“ er haft eft­ir Eddu Sif í til­kynn­ingu frá Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Fleira áhugavert: