Suður­lands­braut 76 – Bænahús

Heimild:

.

Október 2019

Salmann Tamimi

Sal­mann Tamimi mbl.is/​Golli

Þetta verður miðstöð ást­ar og um­hyggju,“ seg­ir Sal­mann Tamimi, formaður Fé­lags mús­líma á Íslandi, en 20 ára langri bið fé­lags­ins eft­ir viðun­andi bæna­húsi lýk­ur brátt, gangi áætlan­ir eft­ir. Sal­mann seg­ist full­ur til­hlökk­un­ar, hann seg­ir að ekki komi til greina að þiggja fé til fram­kvæmd­anna frá ríkj­um þar sem iðkuð sé öfga­full íslamstrú og biðlar til ís­lensku þjóðar­inn­ar um að leggja fram­kvæmd­un­um lið.

Beiðni Fé­lags mús­líma á Íslandi um að byggja tæp­lega 678 fer­metra bæna­hús á lóðinni Suður­lands­braut 76 var samþykkt á af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar á þriðju­dag­inn. Húsið verður á tveim­ur hæðum, sú neðri verður rúm­ir 598 fer­metr­ar og sú efri rúm­lega 79 fer­metr­ar. Frá­gangi ut­an­húss og lóðar á að vera lokið ekki síðar en tveim­ur árum eft­ir að leyfið var veitt. Sal­mann seg­ir að fram­kvæmd­ir muni hefjast í vor eða sum­ar og er vongóður um að húsið muni rísa hratt, en það verður byggt úr for­steypt­um ein­ing­um.

Hann seg­ir að húsið verði tekið í notk­un um leið og það verði fok­helt. „Eða a.m.k. þegar það verður til­búið und­ir tré­verk. Við hlökk­um svo til að ég held að við get­um ekki beðið leng­ur,“ seg­ir Sal­mann.

.
Teikning sem sýnir fyrirhugaða mosku Félags múslíma á Íslandi við ...

Teikn­ing sem sýn­ir fyr­ir­hugaða mosku Fé­lags mús­líma á Íslandi við Suður­lands­braut 76 Skjá­skot/​htt­ps://​iceland­mosque.islam.is/

Von­andi síðasta skrefið í 20 ára ferli

Hann seg­ir að bygg­ing húss­ins sé von­andi síðasta skrefið í ferli sem hófst árið 1999. Fé­lagið hafi verið stofnað árið 1997 og tveim­ur árum síðar hafi verið ákveðið að reisa bæna­hús fyr­ir starf­sem­ina. Frá 2000 hef­ur fé­lagið verið til húsa í Ármúla og Sal­mann seg­ir að þar sé fyr­ir löngu orðið of þröngt, en um 560 eru skráð í fé­lagið. Hann býst við að það verði starf­sem­inni mik­il lyfti­stöng þegar nýja húsið verður risið.

„Við get­um gert svo margt í nýja hús­inu sem við get­um ekki núna. Húsið á að vera opið all­an dag­inn, þar verður bæna­sal­ur og bóka­safn og sal­ur þar sem fólk get­ur komið sam­an. Við ætl­um að vera með fal­leg­an garð; við vilj­um hafa fal­legt í kring­um okk­ur. Það er nauðsyn­legt,“ seg­ir Sal­mann.

Treyst­ir á al­mættið og alla lands­menn

Spurður hvernig fram­kvæmd­in verði fjár­mögnuð seg­ist Sal­mann treysta á al­mættið, mús­líma á Íslandi og lands­menn alla. Hér á landi séu á milli 2.000 og 3.000 mús­lím­ar sem muni taka þátt í kostnaðinum. „Lík­lega mun­um við fjár­magna þetta að mestu leyti sjálf, með hjálp Allah. En við ætl­um líka að stofna reikn­ing sem all­ir þeir, sem vilja fal­legt sam­fé­lag sem ein­kenn­ist af ást og um­hyggju, geta lagt inn á. Þetta er hús fyr­ir alla þjóðina, þetta verður miðstöð ást­ar og um­hyggju. Öll trú­ar­brögð, sér­stak­lega íslamstrú, ein­blína á þá sem minna mega sín. Við vilj­um skila betra og fal­legra sam­fé­lagi og hvetj­um alla til að vera með okk­ur í því. Ann­ars finnst mér líka að ríkið ætti að koma að bygg­ing­unni.“

Takið þið við fé er­lend­is frá til að byggja húsið? „Við mynd­um aldrei taka við fé frá ríkj­um eins og Sádi-Ar­ab­íu, Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um eða Banda­ríkj­un­um sem eru að eyðileggja lönd og þjóðir. Við vilj­um ekki pen­inga frá lönd­um þar sem öfga­full trú er iðkuð – við erum frjáls. Við mynd­um frek­ar sleppa því að byggja húsið en að taka við pen­ing­um frá þess­um lönd­um,“ seg­ir Sal­mann og bæt­ir við að hugs­an­lega muni fé­lag­inu ber­ast ein­hver styrk­ur frá fé­lög­um mús­líma á hinum Norður­lönd­un­um eða í Evr­ópu.

Teikning sem sýnir útlit moskunnar.

Teikn­ing sem sýn­ir út­lit mosk­unn­ar. Skjá­skot/​htt­ps://​iceland­mosque.islam.is/

Býður alla vel­komna

Nokk­ur gagn­rýni hef­ur verið í gegn­um tíðina á þessi bygg­inga­áform Fé­lags mús­líma. Sal­mann seg­ist telja að hún sé fyrst og fremst byggð á vanþekk­ingu. „Ég skil vel að fólk, sem aldrei hef­ur þekkt neinn mús­líma eða kynnt sér íslamstrú, sé hrætt. Það er ekk­ert nýtt að fólk hafi for­dóma gagn­vart trú­ar­brögðum, t.d. voru mormón­ar hrakt­ir frá Íslandi í byrj­un síðustu ald­ar. Það sem við sjá­um fyr­ir okk­ur með nýja hús­inu er að geta tekið á móti fólki sem vill kynna sér það sem við trú­um á, fólki sem vill sjá hvað við erum að gera,“ seg­ir Sal­mann og bæt­ir við að all­ir séu vel­komn­ir í nú­ver­andi aðset­ur fé­lags­ins í Ármúla.

„Rétt eins og ég og all­ir aðrir geta farið í hvaða kirkju sem er – þá eru all­ir vel­komn­ir til okk­ar,“ seg­ir Sal­mann.

Svona verður moskan sem rísa á við Suðurlandsbraut 76

Svona verður moskan sem rísa á við Suðurlandsbraut 76  Skjá­skot/​htt­ps://​iceland­mosque.islam.is/

Fleira áhugavert: