Sæ­streng­ur gagna­flutn­ing – Sagan

Heimild:  

.

Júlí 2011

Nýr sæ­streng­ur lagður

Skrifað hef­ur verið und­ir samn­ing um lagn­ingu á nýj­um sæ­streng til  á milli Íslands, Norður-Am­er­íku, Bret­lands­eyja og meg­in­lands Evr­ópu. Sæ­streng­ur­inn er sá fyrsti sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um og mun bæta mjög gagna­flutn­ing og styðja við upp­bygg­ingu gagna­vera á Íslandi.

Að samn­ingn­um standa fyr­ir­tæk­in Emer­ald Atlant­is og TE Su­bcom, en það síðar­nefnda hef­ur um ára­bil verið brautryðjandi í neðan­sjáv­ar­sam­skipta­tækni.

„Þetta er tíma­móta­samn­ing­ur fyr­ir upp­lýs­inga­tækniiðnaðinn á Íslandi og al­menn­ing og fyr­ir­tæki. Verið er að tengja Ísland við Banda­rík­in og Kan­ada en slík teng­ing er í raun ekki til staðar í dag,“ seg­ir Þor­vald­ur Sig­urðsson full­trúi Emer­ald Atlant­is á Íslandi.

Þor­vald­ur seg­ir að einkum tvennt sé at­hygl­is­vert við nýja sæ­streng­inn, bæði stærðargráðan, það er hve mikið magn verður hægt að flytja á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna en einnig lega kap­als­ins, en nýja teng­ing­in mun verða sú hraðasta á milli London og New York.

Und­ir­bún­ing­ur verk­efn­is­ins hef­ur staðið yfir í um þrjú ár. Banda­rísk­ir, ís­lensk­ir og bresk­ir fjár­fest­ar munu styðja við verk­efnið en það mun kosta um tugi millj­arða króna.

Sjáv­ar­botns­rann­sókn­ir verða gerðar í sum­ar og sæ­streng­ur­inn verður fram­leidd­ur í vet­ur. Til stend­ur að leggja hann í sjó árið 2012 og stefnt er að því að að hann verði tek­inn í notk­un seint sama ár.

Fleira áhugavert: