Hraun­bær – Bjarg íbúðafélag, 99 leiguíbúðir

Heimild:  

.

Maí 2019

Fyrsta skóflu­stung­an var í dag tek­in að 99 íbúðum sem Bjarg íbúðafé­lag bygg­ir við Hraun­bæ 153-163 í Árbæ. Greint er frá upp­bygg­ing­unni á vef Reykja­vík­ur­borg­ar, en Fé­lags­bú­staðir munu eiga og leigja út 20% íbúða í hús­un­um á móti Bjargi, sem er íbúðaupp­bygg­ing­ar­fé­lag verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar.

Íbúðirn­ar verða í fjór­um hús­um sem verða tvær til fimm hæðir. Af­hend­ing­ar og upp­haf leigu eru á þrem­ur ólík­um dag­setn­ing­um, sú fyrsta áætluð þann 1. nóv­em­ber 2020 og sú síðasta þann 1. mars 2021. Í boði verða 2ja, 3ja, 4ra og 5 her­bergja íbúðir og sér­stak­lega er tekið fram að hluti íbúða á neðstu hæðum hús­anna muni bjóða upp á að þar verði hægt að halda gælu­dýr.

„Íbúðir Bjargs íbúðafé­lags eru fyr­ir fjöl­skyld­ur og ein­stak­linga á vinnu­markaði sem eru und­ir ákveðnum tekju- og eigna­mörk­um og sem hafa verið full­gild­ir fé­lags­menn aðild­ar­fé­laga ASÍ eða BSRB sl. 24 mánuði miðað við út­hlut­un. Til að eiga mögu­leika á út­hlut­un er nauðsyn­legt að vera skráður á biðlista hjá Fé­lags­bú­stöðum eða vera fé­lagi í Bjargi,“ seg­ir á vef borg­ar­inn­ar.

Arkþing arki­tekt­ar sjá um hönn­un í verk­efn­inu og Fer­ill verk­fræðistofa fer með verk­fræðihönn­un. Íslenskir Aðalverktakar eru verktakar.

Fleira áhugavert: