Binda kolt­víoxíði – „Soda Stream“ aðferð

Heimild:  

.

Nóvember 2018

Þetta er í sjálfu sér ein­föld aðferð,“ seg­ir Edda Sif Pind Ara­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Car­bFix teymi á Hell­is­heiði. Und­an­far­in tólf ár hef­ur aðferð verið þróuð sem hef­ur skilað sér í því að nú er farið að binda um 10 þúsund tonn af kolt­víoxíði ár­lega af los­un Hell­is­heiðar­virkj­un­ar og meiri­hlut­ann af brenni­steinsvetn­inu sem verk­smiðjan

Edda Sif Pind Aradóttir

losaði.

Frá því fyr­ir tólf árum hafa vís­inda­menn í sam­starfi við iðnaðar- og tækni­fólk Orku­veitu Reykja­vík­ur og dótt­ur­fyr­ir­tækj­anna Orku nátt­úr­unn­ar og Veitna unnið að þróun og próf­un þeirr­ar hug­mynd­ar að hægt sé að taka kolt­víoxíð sem kem­ur upp með jarðhita­vökv­an­um við nýt­ingu hans, blanda það vatni og dæla því aft­ur niður í jörðina þaðan sem það kom. Þar bind­ist það var­an­lega á formi steinda.

Gasbland­an er sett í sturtu

Edda seg­ir að bæði kolt­víoxíð (CO2) og brenni­steinsvetni (H2S) leys­ist upp í vatni. „Gas­teg­und­irn­ar eru hreinsaðar frá öðrum jarðhitaga­s­teg­und­um með því að setja gasblönd­una í sturtu þegar hún kem­ur frá virkj­un­inni. Við tök­um vökv­ann með upp­leysta gasinu og dæl­um ofan í berg­lög,“ seg­ir Edda.

Við þetta eigi sér stað nátt­úru­leg ferli, sem ger­ist í basalti, sem verða til þessa að upp­leystu gös­in verða að grjóti. „Inn­an tveggja ára eru þau orðin að grjóti og við þurf­um ekki að hugsa meira um þau,“ seg­ir Edda og tek­ur und­ir að til að út­skýra málið á afar ein­fald­an hátt megi segja að verið sé að breyta megn­andi út­blæstri í grjót.

„Við erum í raun­inni ein­ung­is að hag­nýta þessa nátt­úru­legu ferla sem eru hluti af hringrás­um þess­ara efna hvort eð er í jörðinni og við höf­um raskað. Sér­stak­lega höf­um við raskað hringrás kol­efn­is með mikl­um bruna jarðefna­eldsneyt­is und­an­farna ára­tugi,“ seg­ir Edda.

Vel hægt að nýta aðferðina víðar

Rit­höf­und­ur­inn og um­hverf­issinn­inn Andri Snær Magna­son benti á það í grein í Kjarn­an­um í vik­unni að ál­ver­in á Íslandi gætu nýtt sér tækn­ina sem notuð er í Hell­is­heiðar­virkj­un til að gera los­un þeirra að engu. Edda seg­ir að hægt sé að beita þeirra aðferð óháð hvers kon­ar orku­fram­leiðsla eða iðnaður er til staðar.

„Það þarf þrennt að vera til staðar; út­blást­ur á kolt­víoxíði sem vilji er til að minnka, aðgang­ur að vatni og basalt í ná­grenn­inu,“ seg­ir Edda. Hún bend­ir á að nán­ast allt Ísland sé gert úr basalti.

„Það er vel hægt að nýta aðferðina, hvort sem talað er um ál­ver eða ein­hverja aðra iðju hér á landi. Ef til vill þyrfti að breyta henni smá­vægi­lega út af því að við erum búin að besta hana fyr­ir akkúrat ferlið á Hell­is­heiði, þar sem við hreins­um sam­an kolt­víoxíð og brenni­steinsvetnið. Það væru minni­hátt­ar út­færslu­atriði sem þarf að huga að. Í stór­um drátt­um má herma eft­ir því sem við ger­um.“

Hún seg­ir að teym­inu í Hell­is­heiðar­virkj­un hafi tek­ist að ná kostnaði veru­lega niður með því að vera úrræðagóð og beita ein­faldri aðferð til gashreins­un­ar; sem líkja megi við Soda Stream.

Fleira áhugavert: