Leikskóli Seltjarnarnes – Undrabrekka, barnshönd
.
.
Maí 2019
Tillaga Andrúms vann
Andrúm arkitektar fengu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni sem haldin var um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. Niðurstaðan var kynnt 17. maí við opnun sýningar á öllum innsendum tillögum en þær voru 27 talsins frá innlendum og erlendum arkitektum.
Vinningstillagan heitir Undrabrekka og eru höfundar hennar arkitektarnir Haraldur Örn Jónsson, Hjörtur Hannesson og Kristján Garðarsson. Í umsögn dómnefndar um vinningstillöguna segir m.a.:
„Mjög metnaðarfull tillaga sem mætir vel forsendum í keppnislýsingu. Heildaryfirbragð leikskólans er áhugavert og ásýnd hans styrkir miðbæjarrými Seltjarnarness. Byggingin er skemmtilega brotin upp og vel staðsett á lóð með tilliti til aðkomu og umferðar. Með því að byggja yfir bílastæði náði þessi tillaga stærsta útisvæði þeirra tillagna sem komust á 2. þrep keppninnar.“