Hlemmtorg – Nýtt skipulag

Heimild:

.

Apríl 2019

Skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík hafa til skoðunar að loka fyr­ir um­ferð bif­reiða um­hverf­is Hlemm. Það er hluti af upp­bygg­ingu Hlemm­torgs. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir áformað að hefja fram­kvæmd­ir á næsta ári.

Til skoðunar sé að loka fyr­ir um­ferð einka­bíla á Lauga­vegi milli Rauðar­ár­stígs og Snorra­braut­ar, sunn­an við Hlemm. Þá sé til skoðunar að loka fyr­ir bílaum­ferð að Hlemmi úr austurátt, á kafl­an­um frá Fíla­delfíu að Hlemmi. Horft sé til þess að flytja Lög­reglu­stöðina frá Hlemmi.

„Við erum að sjálf­sögðu að hugsa til þess að Lauga­veg­ur­inn verði í framtíðinni göngu­gata og Hlemm­ur líka,“ seg­ir Sig­ur­borg Ósk. Sam­hliða verði gatna­mót­um Lauga­veg­ar og Snorra­braut­ar breytt í þágu gang­andi fólks. Hún seg­ir Hlemm munu verða eitt helsta versl­un­ar­torg borg­ar­inn­ar. Þar verði rými fyr­ir mat­ar­vagna, sölu­bása og gamla timb­ur­húsið Norður­pól­inn.

Ætl­un­in sé að Hlemm­ur verði ekki leng­ur tíma­jöfn­un­ar­stöð fyr­ir Strætó og að ný sam­göngumiðstöð á BSÍ-reit taki við því hlut­verki.

Breytt stefna á Hverf­is­götu

Sig­ur­borg Ósk seg­ir aðspurð það vera til skoðunar að breyta stefnu um­ferðar á Hverf­is­götu. „Þar verður tví­stefna en spurn­ing­in er hvort hún verði aðeins fyr­ir al­menn­ings­sam­göng­ur eða bæði al­menn­ings­sam­göng­ur og einka­bíla. Það er ekki komið á hreint,“ seg­ir Sig­ur­borg Ósk í um­fjöll­un um áform þessi

Fleira áhugavert: