Gólfhiti – Nútíma hitagjafi..

Heimild: 

.

Maí 2005

Gólfhiti er nútíma hitagjafi

Valtýr Sævarsson rekstrarstjóri og annar eigenda fyrirtækisins.

Valtýr Sævarsson

Kosturinn við gólfhita framar öðrum hitagjöfum er að jafn hiti fæst í öllu rýminu og nýtist hitinn því betur, að sögn Valtýs Sævarssonar, rekstrarstjóra fyrirtækisins Vatns og hita, sem um árabil hefur boðið gólfhitakerfi frá þýska plastlagnaframleiðandanum Aquatherm.

Fyrirtækið Vatn og hiti hefur um árabil boðið gólfhitakerfi frá þýska plastlagnaframleiðandanum Aquatherm. Mikil aukning hefur orðið í notkun gólfhitakerfa á Íslandi sem rekja má til aukinna nútímaþæginda, minni hljóðleiðni, útlitsbreytingar húsnæðis og þar með betri nýtingar á gólf- og veggplássi. Gólfhitakerfi voru áður þekkt sem smærri kerfi inni á baði eða í forstofu.“Breytingin sem hefur orðið á gólfhitakerfum í dag, er að þau eru alfarið notuð sem hitagjafi og engir ofnar notaðir með. Kjörhita hvers herbergis er stýrt með þráðtengdum eða þráðlausum hitanemum í hverju herbergi fyrir sig. Stjórnbúnaðurinn er mjög mikilvægur þáttur í því að hitastig íbúðarhúsnæðisins haldist í kjörhita og er grundvöllur þess að fólk finni fyrir þægindum og vellíðan. Kosturinn við gólfhita framar öðrum hitagjöfum er að jafn hiti fæst í öllu rýminu og nýtist hitinn því betur,“ sagði Valtýr Sævarsson, rekstrarstjóri Vatns og hita, er hann var spurður nánar um gólfhitakerfið sem fyrirtækið býður.

Stjórnbúnaður fyrir gólfhita.

Stjórnbúnaður fyrir gólfhita.

Valtýr sagði ennfremur að þegar ráðgjafar Vatns og hita aðstoðuðu húsbyggjendur við skipulagningu á gólfhitakerfum væri ávallt bent á mikilvægi þess að leita til fagaðila varðandi hönnun og uppsetningu gólfhitakerfa til að ná sem bestum árangri.

„Gólfhitakerfi er hægt að setja í hvaða húsnæði sem er, fjölbýlis-, einbýlis- og raðhús, sumarbústaði, iðnaðar- og verslunarhúsnæði og einnig við endurnýjun á eldra húsnæði.

Hægt er að leggja gólfhitakerfi með öllum gólfefnum, eins og parketi, trégólfi, flísum, teppi og flotmúr. Gólfhiti hefur lengi verið notaður í stærra húsnæði og einstaka íbúðum í fjölbýlishúsum. Almenn aukning hefur orðið í gólfhitakerfum undanfarin ár, en sérstaklega ber að nefna að aukning hefur verið á gólfhitakerfum í fjölbýlishúsum og sumarbústöðum.“

Góð reynsla af kerfinu

Hljóðdempandi gólfhitaeinangrun.

Hljóðdempandi gólfhitaeinangrun.

Valtýr sagði að nú þegar hefðu tvö fyrstu fjölbýlishúsin á Íslandi risið sem væru með gólfhitakerfi í öllum íbúðunum. „Vegna góðrar reynslu af Aquatherm gólfhitakerfinu frá Vatni og hita, varð það kerfi fyrir valinu í þessum verkefnum. Annað verkið er á Drekavöllum 24A og 24B í Hafnarfirði og hitt kerfið er í Pósthússtræti 1 í Keflavík. Þessi nútímaþægindi eru að ryðja sér til rúms og auka þar með nýtingu húsnæðis þar sem fyrirferðarmiklir ofnar munu heyra sögunni til. Þær útlitsbreytingar sem um ræðir tengjast helst gluggum sem jafnvel ná niður í gólf því þar mun ekkert skyggja á útsýnið. Hönnuðir og arkitektar hafa sýnt þessum lausnum mikinn áhuga og sýnir þróun hitakerfa á Íslandi það glögglega. Ofnæmis- og astmasamtök mæla með gólfhitakerfum þar sem þau keyra á lægri hita og láta rykið ekki hringsóla eins og ofnakerfin.Með tilliti til ungra barna, sem liggja mikið á gólfum, kemur gólfhitinn í veg fyrir kul í gólfum og að ryk þyrlist upp í öndunarveg þeirra eins og heitt loftstreymi frá ofnakerfum gerir,“ sagði Valtýr.

Lagning gólfhita

Valtýr sagði að mismunandi aðferðum væri beitt við lagningu gólfhitakerfisins. „Til eru sérstakar gólfhitaeinangrunarmottur í mismunandi útfærslum. Með þessum mottum er verið að fylgja öllum þeim reglum sem 30 ára reynsla í gólfhitakerfum hefur kennt okkur. Við lagningu gólfhitakerfis í eldra húsnæði er val um að fræsa upp rásir í steypuna til að leggja rörin eða ef pláss leyfir, að setja rörin ofan á eldra gólf og setja flotmúr beint ofan á.“

Gólfhitakerfi í sumarbústað í smíðum hjá EK sumarhúsum.

Gólfhitakerfi í sumarbústað í smíðum hjá EK sumarhúsum.

Valtýr gat þess ennfremur að þegar verið væri að hanna gólfhitakerfi frá grunni þyrfti að gera ráð fyrir 7 sentimetra plássi til að koma fyrir 35 millimetra hljóðdempandi gólfhitaeinangrun undir rörin. „Með þessu móti er dregið úr hljóðleiðni á milli hæða og varmanum er beint upp á við. Kerfi sem er frágengið á þennan hátt nær kjörhitastigi á um 20-30 mínútum. Staðbundnar hitasveiflur heyra sögunni til og jafn hiti skilar sér um allt upphitaða svæðið. Til að ná hámarksárangri úr kerfinu má ekki vera meiri dýpt niður að röri en 3,5 til 4 sentimetrar.

Hins vegar ef kerfin eru sett beint í járnagrind geta liðið allt að fimm klukkustundir þar til kjörhitastigi er náð. Ástæðan er sú að hitaleiðnin berst í allt efnið umhverfis rörið og skilar sér ekki strax upp. Meðalíbúðarhúsnæði þarf um það bil 1000-1500 metra af 16 millimetra aquatherm gólfhita sem myndar samfelldan hitagjafa sem er 90% af gólffleti húsnæðisins. Til samanburðar er hægt að skoða ofnakerfi sem er oft 12 til 20% af flatarmáli húsnæðisins. Gólfhitakerfi eru því ódýrari í rekstri því stærra flatarmál nýtir hitann betur,“ sagði Valtýr.

Valtýr segir að nýjustu verkefni með Aquatherm gólfhita frá Vatni og hita væru World Class Laugar, Þjóðminjasafnið, Hótel Höfðabrekka, Skuggahverfi 101, KFC Keflavík og Náttúrulækningafélag Íslands Hveragerði, auk fjölmargra annarra fasteigna og íbúðarhúsnæðis.

Vatn og hiti ehf. er ört vaxandi heildverslun sem sérhæfir sig í sölu á vatns- og gólfhitalögnum til pípulagnamanna, verktaka, fyrirtækja og einstaklinga. Fyrirtækið er alfarið í eigu feðganna Sævars Stefánssonar pípulagnameistara og Valtýs Sævarssonar. Allt til ársins 2003 var reksturinn í 120 fermetra húsnæði í Hafnarfirði en er í dag með nærri 1.300 fermetra athafnasvæði að Smiðjuvegi 5 í Kópavogi. Hjá fyrirtækinu vinna 8 starfsmenn og hefur fjölgað um 6 starfsmenn á síðustu tveim árum.

Að sögn Valtýs eru helstu söluvörur fyrirtækisins gæða lagnakerfi fyrir gólfhita-, snjóbræðslu-, vatns-, hita- og kæliraftalagnir frá þýska framleiðandanum Aquatherm, sem hann sagði að hefði verið leiðandi á markaði framleiðenda á plastlagnakerfum í yfir 30 ár og þar með einn af fyrstu framleiðendum gólfhitakerfa.

„Auk lagnakerfanna er boðið upp á mikið úrval af hlutum tengdum lagnakerfum, til dæmis innbyggðar grindur fyrir upphengd salerni og vaska auk blöndunartækja. Nýjung í sölu er sérhannað upphækkanlegt salerni fyrir fatlaða. Innan fárra vikna mun koma á markaðinn sérhannað aquatherm plast sprinklerkerfi fyrir heimili jafnt sem stærra húsnæði, þróað og hannað af Aquatherm. Helstu vörur Vatns og hita eru frá Þýskalandi, Hollandi, Ítalíu, Singapore og Kanada. Mikil áhersla er lögð á að veita persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf til viðskiptavina um allt land,“ sagði Valtýr.

Gólfhitakerfi í Pósthússtræti 1 í Keflavík.

Gólfhitakerfi í Pósthússtræti 1 í Keflavík.

Hann sagði ennfremur að Aquatherm plastlagnakerfinu frá Vatni og hita hefði verið mjög vel tekið á öllum framkvæmdasviðum.

„Plastlagnakerfið frá Aquatherm hóf innreið sína á skipamarkaðinn vegna mikilla tæringarvandamála í skipum. Íslensk skip, bæði hérlendis og erlendis, hafa endurnýjað lagnir sínar alfarið með kerfi frá Vatni og hita. Ber þar helst að nefna skip Sjólaskipa, Ögurvíkur, Granda og Samherja. Í kjölfarið komu verkefni með neysluvatns- og kæliraftakerfi í Smáralindina, Flúðasveppi, viðbyggingu Alþingis, Bláa Lónið húðlækningastöð, Bónus-verslanirnar, Hekluhúsið og Þjóðminjasafnið, svo eitthvað sé nefnt.

Lagnakerfið hefur verið mjög vinsælt í ný- og endurlögnum hótela vegna hljóðeinangrunareiginleikanna, helst ber þar að nefna Nordica Hotel, Radisson SAS Hótel Sögu, Hótel Búðir og Hótel Höfðabrekku. Snjóbræðslukerfi Vatns og hita hefur verið mikið notað á sparkvöllum höfuðborgarsvæðisins, samanber í Ásgarði í Garðabæ og KR-vellinum, í þessi kerfi fóru samtals 100.000 metrar af lögnum,“ sagði Valtýr.

Hann sagði ennfremur að fyrirtæki væru í auknum mæli að setja upp kæliraftakerfi í skrifstofurýmum til þæginda fyrir starfsmenn sína. Þar ber helst að nefna Íslandsbanka, Landsbanka, Gjána í Kópavogi, Símann, og nýjar höfuðstöðvar Avion Group. Í matvælaframleiðslu hefur lagnaefninu frá Aquatherm verið vel tekið vegna þess hversu hreinu vatni kerfið skilar á áfangastað, þar ber að nefna Ísfugl, Kaupfélag Skagfirðinga, Norðlenska, Mjólkurbú Flóamanna og Granda.

Fleira áhugavert: