ÍST 67 Vatnslagnir og IST 68 Frárennslislagnir

Heimild:

.

Október 2013

ÍST 67 Vatnslagnir og IST 68 Frárennslislagnir

Sveinn Áki Sverrisson

Fyrir nokkrum árum tók Byggingar-staðlaráð ákvörðun um að breyta stöðlunum  ÍST 67 Vatnslagnir og ÍST 68 Frárennslislagnir og tengja þá við danska staðla um sama efni. Það er, að hafa íslensku staðlana sem sérákvæði við þá dönsku. Kostirnir við þessa tilhögun eru mikilvægir. Dönsku staðlarnir vísa í Evrópustaðla og eru uppfærðir reglulega. Það auðveldar okkur Íslendingum að uppfæra okkar staðla á þessum sviðum. Auk þess er mikil hefð fyrir notkun dönsku staðlanna í greininni.

Nýir staðlar í október

Á síðustu misserum voru sérákvæði í ÍST 67 og ÍST 68 endurskoðuð í takt við nýja útgáfu á byggingarreglugerð og staðlana DS 432:2009 Norm for afløbsinstallationer (frárennslisstaðall) og DS 439:2009 Norm for vandinstallationer  (vatnslagnastaðall). Reynt var að eyða mótsögnum sem gætu verið á milli sérákvæða ÍST 67 og ÍST 68 annars vegar og byggingarreglugerðar hins vegar. Einnig voru orðaskýringar betrumbættar. Áætlað er að frumvörp staðlanna verði staðfest sem staðlar nú í október.

Lög, byggingarreglugerð og staðlar

Mannvirkjalög eiga við um neysluvatns- og fráveitulagnir eins og þessi tæknikerfi eru kölluð. Þeir sem koma að gerð þessara tæknikerfa verða að standa rétt að málum til að skaða ekki aðra eða skapa sér bótaskyldu. Í byggingarreglugerð, kafla 14, eru kröfur til þessara tæknikerfa, en þær eru  almennt orðaðar og ekki vísað í lausnir. Þar koma staðlar til sögunnar. Í byggingarreglugerð er aðeins að litlu leyti vitnað í lagnastaðlana, en þó kemur ÍST 67 fyrir á nokkrum stöðum vegna efnisvals. Í grein 1.2.2 segir að staðlar um mannvirki séu leiðbeinandi og nota skuli íslenska staðla eða norræna og alþjóðlega staðla (ISO) ef íslenskir staðlar eru ekki til. Út frá þessu verða þeir sem vinna við mannvirkjagerð að nota staðla við lausn verkefna ásamt góðum venjum, sem ekki er síður mikilvægt.

Efniseiginleikar byggingavöru og greinargerð hönnuða

Mannvirkjahönnuðum er uppálagt, sam-kvæmt byggingarreglugerð, að gera grein fyrir efniseiginleikum byggingar-efna með tilvísun í viðeigandi staðla. Einnig þurfa hönnuðir að útbúa greinar-gerð um hönnunarforsendur með rök-stuðn-ingi um hvernig lágmarks-ákvæði byggingarreglugerðar séu uppfyllt ásamt fyrirmælum eiganda (leyfishafa).

Vinnuhópinn sem vann að endurskoðun staðlanna skipuðu, auk höfundar, þeir Arngrímur Blöndahl hjá Staðlaráði og Heiðar Jónsson hjá Mannviti.

Fleira áhugavert: