ISH 2019 – Hver selur þetta lagnaefni, hvaðan er það?

.

ISH 2019 Frankfurt – Stærsta lagnasýng veraldar

Vatnsidnadur.net mun nú taka stefnuna á að reyna að ná utanum framleiðendur sem verða að kynna sínar vörur á stærstu lagnasýningu veraldar, ISH 2019 í Frankfurt Þýskalandi, sem stóð yfir dagana 11-15.mars. Næstu færslur munu vísa lesendum á þennan gagnagrunn.

Það er líklega nær ómögulegt að ætla að sjá og ná utanum alla bása framleiðanda ef rölt er á tveimur jafnfljótum á staðnum. Vatnsiðnaður.net hefur rölt um sýningarsvæðið síðustu 4 sýningar, sem er á 2 ára fresti, og skráð niður framleiðendur eftir löndum í gangabanka sem hefur verið í vinnslu:

https://vatnsidnadur.net/gagnasafn/framleidendur/

Markmiðið er að ná utanum framleiðendur eftir löndum, þannig að hægt sé að sjá hvaðan framleiðslan er. Í ár 2019 koma saman framleiðendur frá 58 löndum að sýna sína vöru, úr öllum heimsálfum,  allt frá einum til  849 framleiðanda frá einu landi. Sett verður logo framleiðandans og tenging logos við hans heimasíðu, til nánari kynningar og fróðleiks. Svo er ætlunin að tengja framleiðandann við þann byrgja sem selur viðkomandi framleiðslu hér á íslandi.

Þannig verður hægt að svara þeirri algengu spurningu:

Hver selur þetta lagnaefni, hvaðan er það?

.

SMELLA Á MYND TIL AÐ STÆKKA – Sýningarsvæðin eru mjög stór, margar sýningarhallir á nokkrum hæðum. Byggingum og hæðum er skipt eftir framleiðslutegundum, Orka og vatn eru yfirflokkar, sem svo skiptist niður í ýmis undirflokka. Virkar einfalt hér á teikningu en er eins áður er nefnt gríðarlega stórt þegar komið er á staðinn.

Fleira áhugavert: