
Gervihnöttur með sólföngurum á að sjá um 300.000 japönskum heimilum fyrir raforku frá árinu 2040.
Árið 2040 hyggjast Japanir skjóta á loft gervihnetti sem fangar sólskin í geimnum og sendir orkuna til jarðar í örbylgjuformi.
Gervihnötturinn á að vera á staðbrautinni í 36.000 km hæð yfir miðbaug þar sem hann verður því sem næst stöðugt baðaður í sólskini. Þar eð örbylgjur berast vandræðalaust gegnum ský verður með þessu móti unnt að tryggja orkuvinnslu óháð veðri. Gríðarstórt kerfi loftneta á að taka við örbylgjunum og breyta þeim í raforku. Hugmyndir um orkugervihnött ná aftur til 1968 þegar bandaríski verkfræðingurinn Peter Glaser fékk einkaleyfi á hugmyndinni. Á síðari árum hefur hugmyndin aftur skotið upp kollinum, bæði hjá Bandaríkjamönnum og Japönum sem setja sér það takmark að gervihnötturinn geti skaffað 1.000 megawött.