E dísel – Kristaltært, vatn+loft

Heimild: 

.

Apríl 2015

Audi býr til dísel eldsneyti úr lofti og vatni með endurnýjanlegri orku

Kolefnishlutlaust dísel eldsneyti framleitt úr vatni og koltvíoxíði með endurnýjanlegri orku er nú orðið að veruleika, og þá geta allir andað léttar. Johanna Wanka, rannsókna- og menntamálaráðherra Þjóðverja er þegar farin að nota hið kristaltæra e-dísel á Audi A8 bílnum sínum.

E-Diesel, kolefnishlutlaust eldsneyti úr vatni og koltvíoxíði.

E-Diesel, kolefnishlutlaust eldsneyti úr vatni og koltvíoxíði.

Þýski bílaframleiðandinn Audi hefur þróað nýtt, náttúruvænna og skilvirkara eldsneyti og framleiða þeir nú um 160 lítra á dag í samvinnu við tæknifyrirtækið Sunfire. Vöruna kalla þeir hið hráa bláa (e. blue crude) og er hún búin til í þremur skrefum:

  1. Fyrst vinna þau orku úr endurnýjanlegum orkulindum eins og sólar-, vind- og vatnsorku.
  2. Síðan nota þau þá orku til að kljúfa vatn (H2O) í súrefni (O) og hreint vetni (H2) með rafgreiningu (e. electrolysis).
  3. Vetninu (H2) er síðar blandað við kolmonóxíð (CO), unnið úr koltvíoxíði (CO2) úr andrúmsloftinu, sem undir miklum hita og þrýsting verður að löngum kolefnis og vetnis keðjum sem er hið hráa bláa.
  4. Sú blanda verður svo að e-dísel eldsneyti eftir hreinsun sem hægt er að setja á dísel vélar.

Rannsóknir Sunfire sýna að eldsneytið er ekki aðeins rosalegur léttir fyrir umhverfið en brennsluafköst eldsneytisins eru einnig mun meiri heldur en með jarðefnaeldsneytum, og svo vinnur vélin mun hljóðar í þokkabót.

Framleiðslan er ekki að fara hafa stór áhrif á markaðinn strax enda framleiða þeir bara um 160 lítra á dag, en Audi og Sunfire vilja nú byggja stærri verksmiðju til að auka framleiðslu. Þeir segja að verðið á e-dísel muni vera milli 150-220 kr líterinn, en það muni fara eftir kostnaði á endurnýjanlegri orku, sem fer lækkandi. Verð á hefðbundinni dísel olíu kostar um 220 kr í Þýskalandi núna svo að þetta verður vel samkeppnishæft og miklu meira en það, enda hver vill keyra um og eitra umhverfið ef maður getur sleppt því?

Hér er sýnt hvernig e-dísel eldsneytið er framleitt.
Hér er sýnt hvernig e-dísel eldsneytið er framleitt.

Fleira áhugavert: