Sorpvísitalan – 268 þ. tonn

Heimild: 

.

Desember 2018

268 þúsund tonn af úr­gangi

Heild­ar­magn úr­gangs sem borist hef­ur SORPU bs. í ár er tals­vert meira held­ur en í fyrra og hef­ur sorp­vísi­tal­an trú­lega aldrei verið hærri. Á hverju ári frá 2014 hef­ur heild­ar­magnið auk­ist og í ár verður það um 60% meira held­ur en það var þá. Útlit er fyr­ir að alls ber­ist SORPU um 268 þúsund tonn af úr­gangi í ár og er það meira en nokkru sinni áður.

Björn Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri SORPU bs., seg­ir þessa þróun til vitn­is um upp­sveiflu í sam­fé­lag­inu. Árin 2008 og 2017 voru svipuð í heild­ar­magni með rúm­lega 230 þúsund tonn hvort ár og efst í sam­an­b­urði á magni úr­gangs þar til í ár.

Lít­il aukn­ing í gráu tunn­un­um

At­hygli vek­ur að magn úr­gangs úr grá­um tunn­um við heim­ili stefn­ir í að aukast ein­ung­is um 0,22% á sama tíma og stefn­ir í 2,5% fjölg­un íbúa og ferðamönn­um hef­ur fjölgað. Björn seg­ir eðli­leg­ast að skýra það með auk­inni flokk­un á sorpi.

„Fólk er greini­lega dug­legra að flokka en áður og nýt­ir í aukn­um mæli þær leiðir sem eru fyr­ir hendi, til dæm­is þjón­ustu end­ur­vinnslu­stöðva, grennd­argáma og aðra þá þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lög bjóða upp á. Heim­il­in eiga því alls ekki stærst­an hlut að máli þegar kem­ur að mik­illi aukn­ingu úr­gangs,“ seg­ir Björn.

Fleira áhugavert: