Húsin og íslenskar aðstæður.
- Því er oft haldið fram að hús á Íslandi séu dýr því þau verða að standast íslenskar aðstæður.
- Hús byggð í Rúmeníu þurfa að standast hærri jarðskjálftastaðla og þar af leiðandi er meira járn í burðarvirki þeirra samanborið við íslensk hús.
- Einangrun er einnig góð, hiti í Rúmeníu getur farið yfir 40 stig og frostið niður fyrir 30 stig svo þar þurfa hús sannarlega að vera vel byggð.
Burðarbitar milli hæða.
- Allt efni í húsin er forsniðið eins og hægt er svo sem bitar í veggi, gólf, þak og annað þar sem hægt er að koma því við.
- Öllu er svo pakkað í gáma þ.m.t. gólfefnum, gluggum, hurðum, innréttingum, gifsi, lagnaefni, flísum, parketi, innréttingum og öllu sem til þarf til að byggja hús.
- Allt efni sem þarf er því á staðnum þegar framkvæmdir hefjast, sem eitt og sér flýtir fyrir framkvæmdum.
Hér er stálprófílhús í byggingu.
- Vanir menn koma með og reisa húsin undir lögbundnu eftirliti íslenskra fagaðila eins og lög gera ráð fyrir.
- Byggingartíminn er um 60-90 dagar, reisa og klára húsið að utan og fullklára að innan.
- Framkvæmdatíminn í allt er um þrír mánuðir.
Stuttur byggingartími.
- Það tók 3 daga að reisa þetta hús og mánuð að fullklára það.
- Byggingaraðilar þurfa að skoða hvað hægt er að gera til að lækka byggingarkostnað.
- Lægri byggingarkostnaður þarf að skila sér til kaupenda.
- Hagnaður við byggingu stálprófílhúsa er vel ásættanlegur.
Vönduð hús, stuttur byggingatími, betra verð.
- Nú er gríðarleg þörf á nýjum og hagkvæmum lausnum fyrir fasteignakaupendur, einstaklinga, félagasamtök og bæjarfélög.
- Bjóða þarf valkosti sem standast allar nútíma kröfur, eru í samræmi við íslenskar reglugerðir og bjóða upp á hagkvæmni sem skilar sér til kaupenda. Þetta er lykilatriði.
100% náttúrulegt efni notað í veggklæðningu utandyra sem og innandyra. Einnig sem þak- gólf- og loftklæðningar, raka- og brunahelt, engin mygla. Stenst alþjóðlegar þ.m.t. allar evrópskar gæðakröfur.
Algengt er að klæða með áli, viðarklæðningu eða múrkerfi beint á pressaða steinullina – ýmiss annar frágangur einnig í boði.
Allir gluggar eru með þreföldu gleri. Mun betri hita- og hljóðeinangrun.
2. Múrkerfi.
3. Pressuð steinull.
4. Nev-klæðning.
5. Stálprófíll.
6. Léttull-steinull.
7. Rakavarnarlag.
8. Rautt gips.