Ketill Sigurjónsson

Á nýliðnu ári átti sér stað nokkur um­ræða um fyr­ir­­hug­aða inn­­­leið­ingu Íslands á þriðja orku­­pakka Evr­ópu­­sam­­starfs­ins. Þar er um að ræða til­­­teknar sam­eig­in­­leg­ar regl­ur um orku­­mál, sem gilda eiga inn­­an Evr­ópu­­sam­­bands­ins (ESB) og Evr­ópska efna­hags­­svæð­is­ins (EES). Í umræð­unni komu fram ýmis ólík sjón­­­ar­mið um áhrif þess ef eða þegar Ísland inn­­­leið­ir þess­ar regl­­ur. Sá ágrein­ing­ur sem þarna er uppi virð­ist eink­um snú­­ast um áhrif þess ef raf­­­magns­kap­all yrði lagð­ur milli Íslands og Evr­ópu.

Í þessu sam­­bandi kemur upp í hug­ann að breska fyr­ir­­tækið Dis­r­upt­ive Capi­­tal hef­ur nú í nokk­ur ár haft hug á lagn­ingu slíks sæ­­strengs milli Bret­lands og Ís­lands. Það verk­efni er unn­ið und­ir for­­merkj­um dótt­ur­­fyr­ir­­tækis Dis­r­upt­ive Capi­tal; Atl­antic Super­Conn­ect­­ion. Síð­­­ustu mis­s­er­in virð­ist fyr­ir­­tæk­ið hafa lagt tals­vert auk­inn þunga á að raun­­gera verk­efn­ið, sbr. nýlega til­­kynn­ing um fyr­ir­­hug­aða bygg­ingu kap­al­verk­smiðju á Eng­landi til að smíða streng­inn og nokk­uð stíf fund­­ar­höld starfs­­manna fyr­ir­­tæk­is­ins með ýms­um hags­muna­að­il­um á Íslandi.

Auk þess hafa Dis­r­upt­ive Capi­­tal og Atl­antic Super­Conn­ect­­ion nú til­­kynnt hvaða verð er af þeirra hálfu álitið raun­hæft eða mög­u­­legt fyrir raf­­ork­una sem verði seld og flutt til Bret­lands frá Íslandi; 65 bresk pund pr. MWst. Fyr­ir­­tæk­in hafa samt ekki viljað út­­skýra hvort sú verð­hug­­mynd feli í sér kaup­verð á sjálfri raf­­ork­unni eða hvort um­rædd verð­hug­­mynd inn­i­haldi einnig flutn­ings­­kostn­að­inn á ork­unni til Bret­lands. Með­­an upp­­lýs­ing­ar þar um liggja ekki fyrir er svo til úti­­lok­að að átta sig á fjár­­hags­­legri skyn­­semi verk­efn­is­ins eins og það er sett fram af Bret­un­um.

Um leið virð­ist Dis­r­upt­ive Capi­­tal hafa auga­­stað á HS Orku, en þar eru tæki­­færi til að nálg­­ast tals­vert magn af raf­­orku fyrir sæ­­streng. M.ö.o. þá hefur fyr­ir­tæki sem skráð er í Sviss og er sagt vera ná­tengt breska fyr­ir­­tæk­inu Dis­r­upt­ive Capi­tal, nú eign­ast um­tals­verð­an hlut í HS Orku. Þar með virð­ist mög­u­­legt að raf­­orku­fram­­leiðsla á Íslandi og raf­­orku­­flutn­ing­ur milli Íslands og Bret­lands verði að ein­hverju leyti á nán­­ast sömu hendi.

Margt er þó óljóst um áætl­­an­ir breska fyr­ir­­tæk­is­ins. T.d. hafa upp­­lýs­ing­ar þess um stærð og raf­­orku­þörf kap­als­ins og hvað­an raf­­orka til út­­flutn­ings frá Íslandi ætti að koma, verið óskýr­­ar. Þá hafa þær tíma­­á­ætl­­­anir sem fyr­ir­tæk­ið hef­ur kynnt verið mis­­vís­andi og almennt má segja að þær áætl­­­anir virð­ast varla vera raun­hæf­ar.

Afstaða rík­is­­­stjórn­­­ar­innar og Alþingis gagn­vart þess­um áætl­­un­um er ekki ljós. Og þrátt fyrir ýmsar vanga­veltur hafa stjórn­­völd ekki svar­að því með skýr­um eða af­­ger­andi hætti hvort einka­­fyr­ir­tæki geti ein­hliða lagt hing­að raf­­­streng frá Evr­ópu, þ.e. án sér­staks sam­­þykk­is ís­­lenskra yfir­­­valda. Frum­­kvæð­ið í mál­inu hef­ur kom­ið frá bresk­um stjórn­­völd­um og ekki síður frá breska fyr­ir­­tæk­inu. Þar er varla í for­­gangi að gæta hags­muna Íslend­inga. Afar mik­il­vægt er að ís­­lensk stjórn­­völd hafi þarna fulla yfir­­­sýn og stefnu sem set­ur þjóð­­ar­hags­muni í önd­vegi.

Í þess­­ari grein er fjall­að um umrædd áform breska fyr­ir­­tæk­is­ins Dis­r­upt­ive Capi­­tal.

Edmund Tru­ell sér tæki­færi í íslenskri orku

Umrætt sæstrengs­verk­efni Dis­r­upt­ive Capi­­tal er nefnt Atl­antic Super­Conn­ect­­ion. Þar á bæ ræður ríkj­um mað­ur að nafni Ed­­mund Tru­ell, sem jafn­­an mun vera kall­að­ur Edi í góðra vina hópi. Les­end­ur geta sjálf­ir kynnt sér sögu hans á net­inu. Þar er aug­­ljós­lega um að ræða mann með geysi­­lega fjár­­­fest­inga­­reynslu og lík­­­legt að hann geti hnýtt alla þá hnúta sem þarf til að raun­­gera svona verk­efni. Eða a.m.k. flesta hnút­ana.

Um teym­ið sem hef­ur þetta kap­al­verk­efni með hönd­um má lesa á vef Atl­antic Super­Conn­ect­­ion. Þetta er fá­­mennt teymi sem hefur marg­sinn­is kom­ið til Ísl­ands og átt hér fjölda funda með orku­­fyr­ir­­tækj­um, stjórn­­­mála­­mönn­um, sér­­fræð­ing­um, almanna­tengl­um, ýms­um öðrum hags­muna­að­ilum o.s.frv. Þess skal get­ið að grein­­ar­höf­und­ur hef­ur tvisvar átt fundi með for­ráða­­mönn­um breska fyr­ir­­tæk­is­ins, en sök­um þess að þar var um trún­að­­ar­­sam­­töl að ræða verða þau ekki rakin hér.

Tru­ell sjálf­ur er vell­auð­ugur og er t.a.m. áber­andi styrkt­­ar­að­ili breska Íhalds­­­flokks­ins, ein­­dreg­inn bar­átt­u­­maður gegn gjöld­um á fjár­­­mála­­fyr­ir­­tæki og alvan­ur því hvern­igvirkja má stjórn­­­mála­­menn til að koma verk­efn­um áleiðis. Og það er grein­i­­legt að Edmund Tru­ell sér áhuga­verð tæki­­færi í ís­­lensku raf­­­magni. Fyr­ir­­tæki á hans veg­um er ný­­bú­ið að kaupa um­tals­verð­an hlut í HS Orku og þarna virð­ist mark­visst unn­ið að því að koma sæ­­strengs­verk­efn­inu áleið­is og nálg­­ast íslenska raf­­orku fyr­ir kap­al­inn.

Allt að 1.200 MW kap­all (en mögu­lega um 700 MW)

Umfang kap­als­ins sem Dis­r­uptive Capi­­tal hyggur á er af hálfu fyr­ir­­tæki­s­ins ýmist sagt vera 1 GW (1.000 MW), 1,1 GW (1.100 MW) eða 1,2 GW (1.200 MW). Þó svo það sé svo­lít­ið und­­ar­­legt að breska fyr­ir­­tæk­ið haldi sig ekki við sömu töl­una, má kannski segja að þetta þýði ein­fald­­lega að fyr­ir­tæk­ið hafi ekki gert stærð kap­als­ins alveg upp við sig. En að það stefni á að hann verði á bil­inu 1.000-1.200 MW. End­an­­leg ákvörð­un þar um hlýt­ur, eðli máls­ins sam­­kvæmt, að ráð­­ast mjög af því hversu mikla raf­­orku megi nálg­­ast á Íslandi fyrir streng­inn.

Það er reyndar mög­u­­legt að Dis­r­upt­ive Capi­­tal hafi áhuga á mun minni kapli. Því s.l. sumar birt­ust frétt­ir um að kap­all­inn yrði mög­u­­lega á bil­inu 600-700 MW. Sú frétt er að vísu fjarri þeim töl­um sem sæ­­strengs­­fyr­ir­­tækið sjálft kynn­ir á vef­­síðum sín­­um. Senn­i­­lega er hug­­mynd­in um slíkan minni kap­al þó raun­hæf­ari, vegna þess að það er ekki hlaup­ið að því að nálg­­ast nógu mik­ið magn af raf­­orku á Ís­landi fyrir stærri kap­al. Þar að auki er eft­ir­­spurn eftir raf­­­magni hér inn­­an­lands sterk. Þess vegna er ekki ólík­­­legt að Dis­r­upt­ive Capi­­tal stefn­i nú að minni kapli, þ.e. á bil­inu 600-700 MW sæ­­streng eða þar um bil. Jafn­­vel þó svo allt ann­að segi á vef fyr­ir­­tæk­is­ins.

Sæstreng­ur­inn þarf aðgang að mik­illi raf­orku

Sæstrengur milli Bret­lands og Ís­lands er af hálfu Dis­r­uptive Capi­­tal sagð­ur verða um 1.500 km lang­ur (fræði­lega séð gæti hann verið aðeins styttri). Og sem fyrr segir á stærð kap­als­ins, skv. vef­­síð­­um breska fyr­ir­tæk­is­ins, að verða sem nem­ur um 1-1,2 GW. Til sam­an­­burð­ar við þessa stærð má nefna að all­ar virkj­an­ir Lands­­virkj­un­ar eru sam­tals um 2 GW. Ann­ar sam­an­­burð­ur er að allt afl­ið sem fyr­ir­­tæk­in á Grund­­ar­tanga nota í dag slag­ar hátt í 1 GW. Sæ­­streng­ur upp á 1-1,2 GW er því mjög stórt verk­efni á ísl­ensk­an mæli­kvarða.

Lands­­virkjun hefur sagt að kap­all­inn myndi flytja um 5,700 GWst af raf­­­magni á ári hverju (auk þess yrði orku­tap senn­i­­lega ná­lægt 100 GWst). Þarna mið­ar Lands­­virkj­un við 1.000 MW sæ­­streng. Þetta orku­­magn jafn­­­gild­ir um þriðj­ungi af nú­ver­andi raf­­oku­fram­­leiðslu á Ísl­andi. Sæ­­streng­ur sem nýr við­­skipta­vin­ur ís­­lenskra raf­­orku­­fyr­ir­tækja myndi því óhjá­­kvæmi­­lega hafa áhrif á orku­­mark­að­inn hér, þó svo erfitt sé að full­yrða hver áhrif­in ná­­kvæm­­lega yrðu. En þetta magn er t.a.m. tals­vert meira orku­­magn en öll sú raf­­orka sem ál­ver Norð­­ur­áls not­ar og söm­u­­leiðis tals­vert meira raf­­orku­­magn en ál­ver Alcoa á Reyð­ar­­­firði not­ar. Sem sagt mjög mikið magn af raf­­­magni og þar með stór­auk­in sam­keppni um ís­­lenska orku.

Verði kap­all­inn 1.100 MW eða 1.200 MW þarf sæ­­streng­­ur­inn svo enn­þá meiri raf­­orku en Lands­­virkj­un mið­ar við og þá vænt­an­­lega allt að 7.000 GWst árlega. En eigi kap­all­inn að vera ein­ung­is 600-700 MW, eins og Dis­r­upt­ive Capi­­tal kann nú mög­u­­lega að stefna að, yrði raf­­orku­þörf­in eðli­­lega minni; kannski á bil­inu ca. 3.500-4.000 GWst á ári. Það jafn­­­gildir um 20% af nú­ver­andi raf­­orku­­notkun á Íslandi og t.d. um 80% af allri þeirri raf­­orku sem álver Norð­­ur­áls notar á ári hverju. Slík minni út­­gáfa af kapli er senn­i­­lega raun­hæf­­ari að teknu til­­liti til smæð­ar íslenska raf­­orku­­mark­að­­ar­ins.

Óljóst hvaðan raf­orkan myndi koma

Það liggur í hlut­­ar­ins eðli að til að svona sæ­­streng­ur sé arð­­bær þarf hann að­­gang að miklu magni af raf­­­magni. Og eins og áður sagði yrði það magn senni­lega a.m.k. 3.500 GWst og jafn­vel allt að 7.000 GWst árlega. Dis­r­upt­ive Capi­tal hef­ur aftur á móti ekki út­­skýrt, nema með mjög óljós­um hætti, hvað­an raf­­orka fyr­ir sæ­­streng­inn eigi að koma. Þetta er alveg sér­­stak­­lega áhuga­vert í því sam­hengi að hér á Ís­landi er raf­­orka sögð vera ná­lægt því að vera upp­­­seld. Eft­ir­­spurn­in er sögð svo mik­il að yfir­­vof­andi kunni að vera að heim­ili og smá­­fyr­ir­­tæki fái ekki nægt raf­­­magn. Samt er það svo að þegar starfs­fólk Dis­r­upt­ive Capi­tal og Atl­antic Super­Conn­ect­­ion tjá sig eða eru spurð útí raf­­orku­fram­­boð­ið á Ís­landi, full­yrða þau jafn­­an að hér sé gnægð raf­­orku sem geti nýst fyrir bresk­an markað.

Nýjar virkj­an­ir, stækkun eldri afl­stöðva og/eða stór­iðju­orka?

Sæstrengur þarf sem sagt að­­gang að mik­illi raf­­orku. Og með­­an Lands­­virkj­un seg­ir að ork­an hér á landi sé nán­­ast upp­­­seld segir Dis­r­upt­ive Capi­­tal að hér sé nóg af orku fyrir sæ­­streng. Fyr­ir­­tæk­ið hefur samt ekki út­­skýrt með skýr­um hætti hvað­an raf­­ork­an á að koma sem á að selja og flytja út um streng­inn.

Tals­­menn Atl­ant­ic Super­Conn­ect­ion hafa að vísu bent á að hluti ork­unn­ar fyrir sæ­­streng­inn feng­ist með nýt­ingu á vatni sem nú fell­ur á yfir­­­falli á stífl­um síð­­sum­­­ars og á haust­in, t.d. við Kára­hnjúka. En þetta er vel að merkja bara árs­­tíða­bund­ið fram­­boð og þó svo sæ­­streng­ur gefi tæki­­færi á að stýra bet­ur vatns­­­magni í mið­l­un­­ar­lón­um og auka afl nú­ver­andi virkj­ana, þá er þetta tak­­mörk­uð orka.

M.ö.o. þá þyrfti a.m.k. veru­legur hluti af raf­­ork­unni í kap­al­inn vænt­an­­lega að koma frá öðrum upp­­­sprett­um en betri nýt­ingu nú­ver­andi kerf­is. Og þar virð­ist fyrst og fremst um tvo mög­u­­leika að ræða: Ann­­ars vegar er bygg­ing nýrra afl­­stöðva og virkj­ana. Hins vegar að raf­­orka sem nú fer til Norð­­ur­áls verði seld til Bret­lands um sæstreng­inn.

Grund­ar­tanga­orkan í sæstreng?

Einn mögu­leik­inn er sem sagt sá að hér verði nokk­uð mik­ið virkj­að á næstu ár­um svo bæði sé unnt að upp­­­fylla vax­andi inn­­­lenda eft­ir­­spurn og eft­ir­­spurn frá sæ­­streng. Hluti af þeim virkj­un­um yrði t.d. Hval­ár­­virkj­un, stækk­­un nú­ver­andi afl­­stöðva Lands­­virkj­unar á Þjór­s­ár- og Tungna­ár­­svæð­inu og senn­i­­lega myndu einnig bráð­­lega rísa virkj­an­ir í neðri hlutaÞjórs­ár. Hinn mög­u­­leik­inn er að raf­­orkan sem nú fer til álvers Norð­­ur­áls fari í sæ­­streng­inn, en raf­­orku­­samn­ing­ar Norð­­ur­áls koma ein­mitt flestir til end­­ur­­skoð­un­ar á ár­un­um í kring­um 2025 eða þar um bil.

Það sem Dis­r­uptive Capi­tal horfir til gæti verið sam­bland af báð­um þess­um mög­u­­leik­­um. Þ.e. að hluti raf­­ork­unn­ar fyrir sæ­­streng­inn komi frá nýj­um virkj­un­um, t.d. Hval­ár­­virkjun á Strönd­um og nýjum virkj­un­um í neðri hluta Þjórs­ár, ásamt stækk­­un nú­ver­andi afl­­stöðva, t.d. í efri hluta Þjórsár og jafn­­vel stækk­­un í Fljóts­dals­­stöð. Og hluti ork­unn­ar í streng­inn verði raf­­orka sem Norð­­ur­ál er að nota í dag, t.d. ork­an sem Norð­­ur­ál kaup­ir nú frá HS Orku.

Loks verður líka að hafa í huga þann mög­u­­leika að ein­ungis s.k. um­fram­orka og sveigj­an­­legt afl verði nýtt til út­­flutn­ings. Í þeim hug­­mynd­um er m.a. gert ráð fyrir gríð­­ar­­legri afl­aukn­ingu í Fljóts­dals­­stöð með til­­heyr­andi aukn­um sveifl­um í vatns­­­magni Lag­­ar­fljóts. Slíkt fyr­ir­­komu­lag, þ.e. mjög lít­ið eða nán­­ast ekk­ert nýtt grunn­afl, gæti gert sæ­­streng of áhætt­u­­sama fjár­­­fest­ingu til að vera raun­hæf. En hvað sem því líð­­ur, þá er a.m.k. aug­­ljóst að sæ­­streng­ur myndi óhjá­­kvæmi­­lega skapa hér nýja eft­ir­­spurn, sem öll ís­­lensk orku­­fyr­ir­­tæki myndu sjálf­­sagt hafa áhuga á eða íhuga að mæta.

Kap­al­verk­smiðja í und­ir­bún­ingi og kap­all­inn sagður til­bú­inn 2025

Raun­veru­­leika­­skynið hjá Dis­r­upt­ive Capi­­tal virð­ist stundum nokk­uð sér­­­kenn­i­­legt. Fyr­ir um tveim­ur árum síð­­an sagði áður­­­nefnd­ur Edmund Tru­ell að kap­all­inn milli Bret­lands og Ís­lands gæti verið til­­­bú­inn strax 2023. Af aug­­ljós­um ástæð­um er slíkt ekki mög­u­­legt; það er ein­fald­­lega úti­­lok­að að koma verk­efn­inu í kring á svo stutt­um tíma. Enn­þá frá­­­leit­­ara er að kap­all­inn verði kom­inn í rekst­ur strax 2022 eins og líka má lesa á heima­­síðu Dis­r­upt­ive Capi­tal.

Eftir stend­ur spurn­ing­in hvort kap­all­inn geti orð­ið til­­­bú­inn 2025 eins og segir á heima­­síðu Atl­antic Super­Conn­ect­ion. Og breska fyr­ir­­tækið áformar nú bygg­ingu kap­al­verk­smiðju á Eng­landi. Ef þær áætl­­­anir Dis­r­uptive Capi­tal ganga eftir verð­ur raf­­orku­út­­­flutn­ing­ur héð­an til Bret­lands byrj­að­ur eft­ir að­eins um sex ár. Þetta er að vísuvarla raun­hæft tíma­­mark. Það breyt­ir því ekki að verk­efnið er áhuga­vert og það er eðli­­legt að þessi áform veki eft­ir­­tekt og um­ræðu í sam­­fé­l­ag­inu. Sú um­ræða mætti samt bæði vera meiri og vand­aðri en ver­ið hef­ur.

Verðið á orkunni sagt verða um 65 pund/MWst (um 85 USD)

Sam­kvæmt vef breska fyr­ir­­tæk­is­ins gæti verð­ið á raf­­ork­unni frá Ísl­andi ver­ið um 65 bresk pund á hverja MWst. Þetta verð segir Dis­r­uptive Capi­tal gera ísl­ensku raf­­ork­una sam­keppn­is­hæfa á bresk­um mark­aði. Í því sam­­bandi hefur verið vís­að til þess að þetta verð, 65 GBP/MWst, sé um­tals­vert und­ir því verði sem breska rík­­ið hef­ur tryggt kjarn­orku­ver­inu Hink­ley Point C. Þar er við­mið­un­­ar­verð­ið 92,5 bresk pund pr. MWst á verð­lagi árs­ins 2012. Dis­r­uptive Capi­tal legg­ur þannig ríka áherslu á að kynna verk­efnið sem fjár­­hags­­lega skyn­­sam­­leg­an kost fyrir bresk stjórn­­völd, sem myndu mög­u­­lega ábyrgj­­ast til­­­tek­ið lág­­marks­verð, t.d. 65 GBP/MWst.

Miðað við með­al­gengi árs­ins 2018 jafn­­­gilda 65 GBP um 85 USD. Edmund Tru­ell álít­ur sem sagt eðli­legt að verð­ið á ísl­enska raf­­­magn­inu verði um eða nálægt 85 USD/MWst (m.v. gengi breska pund­s­ins gagn­vart dollar árið 2018). Til sam­an­­burð­ar má nefna að með­­al­verð á raf­­orku Lands­­virkj­un­ar í al­­mennri heild­­sölu var ná­lægt 40 USD/MWst á rekstr­ar­­ár­inu 2017. Verð Lands­­virkj­unar til stór­iðj­unn­ar hér er aft­ur á móti lægra. Það er því veru­­leg hagn­að­­ar­von með raf­­orku­­sölu um sæ­­streng. En það er samt afar óljóst hversu mik­ils hagn­að­ar þarna mætti vænta.

Óskýrt hvað Dis­r­uptive Capi­tal á við með við­mið­un­ar­verð­inu

Dis­r­upt­ive Capi­tal hef­ur ekki vilj­að segja hvort með þessu orku­verði, þ.e. 65 pund/MWst eða um 85 USD/MWst, sé átt við heild­­sölu­verðið sem ísl­ensk raf­­orku­­fyr­ir­tæki myndu fá fyrir ork­una. Eða hvort þarna sé átt við heild­­sölu­verð­ið sem ísl­enska raf­­ork­an eigi að kosta þeg­ar hún er kom­in til Bret­lands og þá með flutn­ings­­kostn­aði um sæ­­streng­inn. Það væri aug­­ljós­­lega áhuga­vert að fá svar við þeirri ein­­földu spurn­ingu; spurn­ingu sem grein­­ar­höf­und­ur hef­ur ítrek­að beint til Atl­antic Super­Conn­ect­ion en ekki feng­ið skýrt svar við.

Þarna munar miklu, enda hefur verið gert ráð fyrir að flutn­ings­­kostn­að­ur á hverri MWst geti ver­ið um 30 EUR, sem væri nálægt 35 USD/MWst mið­að við nú­ver­andi gengi. Og það er satt að segja fjarska ein­­kenn­i­­legt að Dis­r­upt­ive Capi­­tal skuli ekki treysti sér til að svara þeirri ein­­földu spurn­ingu hvort hugs­un þeirra sé sú að flutn­ings­­kostn­aður um streng­inn sé inn­i­fal­inn í um­ræddri tölu upp á u.þ.b. 85 USD/MWst eða ekki. Dis­r­upt­ive Capi­­tal ætti að hafa í huga að til að sátt geti orðið um svona verk­efni, sem er risa­­vaxið á ís­­lensk­an mæli­kvarða, verð­ur breska fyr­ir­tæk­ið að gæta þess að vera ekki mis­­vís­andi eða kynna óljós­ar upp­­lýs­ing­ar.

Hvernig verður hagur Íslands af sæstreng met­inn?

Senni­lega er ólík­­­legt að af þessu verk­efni verði nema með beinni að­komu ís­­lenskra stjórn­­­valda. Sem þá munu vænt­an­­lega vilja hafa síð­­asta orð­ið m.a. um við­­skipta­­módel sæ­­strengs­ins. Þar að auki verður vænt­an­­lega lit­ið til álits þjóð­­ar­inn­ar um slík­­an ú­t­flutn­ing. Sæ­­streng­ur myndi t.a.m. eflaust mæta mót­­stöðu hér á landi ef slíkt verk­efni yrði til þess að hér loki stór­iðja og/ eða að hér þurfi að ráð­­ast í mörg virkj­un­­ar­verk­efni fyrir streng­inn. Vænt­an­­lega mun þjóð­hags­­lega hags­muna­mat­ið þó fyrst og fremst snú­­ast um reikn­ings­­dæm­ið í heild, frem­ur en ein­­stök stór­iðju­­fyr­ir­­tæki og/ eða til­­­tekn­ar nýjar virkj­an­­ir. Í reynd er enn­þá óljóst hvaða for­­send­ur eiga að liggja að baki verk­efni af þessu tagi.

Mikil hagn­að­ar­von eig­enda sæstrengs­ins

Fyr­ir­tæki sem hyggst eign­ast flutn­ings­­leið raf­­orku milli Ísl­ands og Bret­lands horfir eðli­lega til þess að hagn­­ast af þeirri flutn­ings­­leið. Í þessu sam­­bandi er athygl­is­vert að í Nor­egi er nú tals­vert rætt um hvort það hafi verið mis­­tök að af­­nema einka­rétt norska rík­is­­­fyr­ir­­tæk­is­ins Sta­­nett á að eiga slíka sæ­­strengi. Fram að þessu hafa allir norsku sæ­­streng­irnir verið a.m.k. í helm­ings­eigu norska flutn­ings­­fyr­ir­­tæk­is­ins Stat­­nett, sem er 100% í eigu norska rík­­is­ins, en það skil­yrði hef­ur nú ver­ið af­n­um­ið og áforma nú önn­ur fyr­ir­­tæki að leggja slíka sæ­­strengi. M.a. er einn slík­­ur nú í und­ir­­bún­ingi milli Nor­egs og Bret­lands.

Ís­landi er reyndar meiri vandi á hönd­um en Nor­egi gagn­vart því að fjár­­­festa í sæ­­strengj­um fyrir raf­­orku­­flutn­inga. Lands­­net hefur t.a.m. ekki sama fjár­­hags­­lega styrk­­leika eins og norska Stat­­nett (þar að auki er Lands­­net ekki í rík­is­­eig­u). Sá mögu­leiki að Lands­net eða ísl­enska rík­­ið ætti t.d. helm­ing í sæ­­streng milli Íslands og Bret­lands (ásamt t.d. breska flutn­ings­­fyr­ir­­tæk­inu Nat­ion­al Grid) er sem sagt kannski vart raun­hæf­ur kost­ur.

M.ö.o. þá verður sæ­­streng­ur milli Ísl­ands og Bret­land kannski aldrei að veru­­leika nema með að­komu einka­að­ila. Og þeir einka­að­ilar sjá eðli­­lega hagn­að­­ar­von í slíku verk­efni. Eða eins og segir á heima­­síðu Dis­r­upt­ive Capi­tal: „We exploit dis­locations in markets and un­lock value from comp­­lex sit­u­ations using a Get Rich and Stay Rich stra­tegy.“ Eft­ir stend­ur þá sú spurn­ing hvern­ig Íslend­ingum hugn­­ast að erlent einka­­fyr­ir­­tæki eigi [einu] flutn­ings­­leið raf­­orku milli Íslands og Bret­lands?

Eign­ast sæstrengs­fyr­ir­tækið HS Orku?

Nú virð­ist Dis­r­uptive Capi­tal horfa til þess, auk þess að leggja og eiga sæ­­streng­inn, að eign­­ast virkj­­anir á Ísl­andi eða a.m.k. hlut í slík­­um virkj­un­­um. Þar er um að ræða jarð­varma- og vatns­­afls­­virkj­­anir HS Orku; virkj­­anir sem nú einkum selja raf­­orku á lágu verði til stór­iðju. Sam­­kvæmt frétt­um hefur sviss­neskt fyr­ir­­tæki, sem er ná­tengt Dis­r­upt­ive Capi­tal og Atl­antic Super­Conn­ect­­ion unn­ið að kaup­um á um­tals­verð­um hlut í HS Orku. Og nú munu þau kaup vera frá­geng­in og fjár­­­fest­inga­­fé­lag í eigu Edmund’s Tru­ell er sagt greiða rúm­­lega níu millj­arða króna fyrir 12,7 pró­senta hlut í HS Orku.

Þar að auki hef­ur meiri­hluta­eig­andi HS Orku, kana­díska fyr­ir­­tæk­ið Inn­er­gex, nú lýst áhuga sín­um á að selja hlut sinn í ísl­enska orku­­fyr­ir­tæk­inu. Þarna kann Dis­r­upt­ive Capi­­tal að hafa fund­ið tæki­­færi til að nálg­­ast raf­­orku á Ísl­andi fyrir sæ­­streng­inn sinn. A.m.k. mun Dis­r­upt­ive Capi­­tal hafa tek­ist að kveika áhuga hjá ýms­um fjár­­­festum á sæ­­strengs­verk­efn­inu og eru þar nefnd til sög­unn­ar franska fjár­­­fest­inga­­fyr­ir­­tæk­ið Mer­idam, ásamt fjár­­­fest­inga­­sjóð­um frá Kana­da, Kína, Mið-Aust­ur­löndum og Singa­pore.

Sök­um þess að Dis­r­upt­ive Capi­­tal mun strax árið 2015 hafa skoð­að það af alvöru að kaupa HS Orku, myndi varla koma á óvart ef fyr­ir­tæk­ið ger­ir aðra til­­raun til að eign­­ast meiri­hlut­ann í HS Orku núna þegar kana­díska Inn­er­gex hefur sett hlut sinn í sölu. Það verð­ur a.m.k. athygl­is­vert að sjá hver kaup­ir hlut Inn­er­gex og eign­­ast þar með meiri­hlut­ann í HS Orku, ef ef söl­unni verð­­ur. Þarna kann líka að vera tæki­­færi fyrir Norð­­ur­ál að tryggja sér raf­­orku, svo og mög­u­­lega önnur stór­iðju­­fyr­ir­tæki hér. Kemur í ljós.

Norð­urál gæti lent í þröngri stöðu

Það verður áhuga­vert að sjá hvernig þetta sæ­­strengs­verk­efni þró­­ast. Ef verk­efn­ið held­ur áfram á fullu skriði bla­s­ir við hvaða fyr­ir­­tæki það er hér á Ísl­andi sem er lík­­­leg­­ast til að lenda þarna í þröngri stöðu. Það er ein­­föld stað­­reynd að raf­­orku­­samn­ing­ur Norð­­ur­áls við HS Orku renn­ur út eft­ir ein­ung­is fáein ár (og reynd­ar líka aðrir orku­­samn­ingar Norð­­ur­áls). Að­­ferða­fræði Dis­r­upt­ive Capi­­tal hlýt­ur þess vegna að vera sér­­stakt áhyggju­efni fyrir Norð­­ur­ál og þá bæði Cent­ury Alu­m­in­um, eig­anda Norð­­ur­áls, og starfs­­fólk ál­ver­s­ins í Hval­firði. Þetta gæti reynd­ar vald­ið því að Norð­­urál reyni sjálft að að kaupa HS Orku. En þó svo tals­­menn stór­iðju á Íslandi hafi senn­i­­lega mest­ar áhyggj­ur af sæ­­streng vegna sam­keppn­inn­ar sem þar mynd­­ast um raf­­ork­una, eru ef­­laust fleiri hér sem eru hugsi yfir áform­um Dis­r­upt­ive Capi­tal.

Með kaupum á stórum hlut eða jafn­vel meiri­hluta í HS Orku gæti Dis­r­upt­ive Capi­tal horft til þess að ráð­staf­a eig­in raf­­orku frá HS Orku í sæ­­streng­inn. Raf­­orku­fram­­leiðsla HS Orku, sem mun vera ná­lægt 1,2 TWst á árs­grund­velli, er að vísu ekki næg fyrir 600 MW né fyrir 1.000 MW sæ­­streng og enn síður nóg fyrir 1.200 MW sæstreng. En stór hluti þeirrar orku eða jafn­­vel öll raf­­ork­an sem HS Orka fram­­leið­ir, svo og raf­­orka frá t.a.m. fyr­ir­­hug­aðri Hval­ár­­virkj­un, ásamt árs­­tíða­bund­inni yfir­­­falls­orku frá Lands­­virkj­un, gæti farið langt með að gera Dis­r­upt­ive Capi­­tal kleift að koma sæ­­strengs­verk­efn­inu í höfn. Ekki síst ef sæ­­streng­­ur­inn verð­ur minni en fyrst var gert ráð fyrir og þá kannski á bil­inu 600-700 MW.

Óvissa um laga­lega stöðu sæstrengs

Það er ber­sýni­lega mik­ill vilji af hálfu Dis­r­upt­ive Capi­­tal til að nálg­­ast ís­­lenska orku og selja hana til Bret­lands. Og nú er kom­in upp sú áleitna spurn­ing hvort Lands­­neti væri laga­­lega skylt að verða við ósk frá Dis­r­upt­ive Capi­­tal um teng­ingu við sæ­­streng. Lög­­fræð­ing­ar virð­­ast hafa mis­­mun­andi skoð­an­ir um þetta. Þarna er sem sagt uppi ein­hver vafi, að því er virð­ist. Sú óvissa hlýtur að vera óæski­­leg.

Það er að vísu vand­­séð að nokk­ur geti ráð­ist í svona um­fangs­­mikið verk­efni, sem sæ­­streng­ur er, nema hafa full­an stuðn­­ing íslenskra stjórn­­­valda og rík­is­­­stjórn­­ar um að slíkt verk­efni verði að veru­­leika. Hvort slíkur stuðn­­ing­ur er fyr­ir hendi hjá nú­ver­andi rík­is­­­stjórn eða meiri­hluta Al­­þing­is veit grein­­ar­höf­und­ur ekki. Æski­legt væri að afstaðan þarna, hver svo sem hún er, væri skýr.

Um leið þurfa íslensk stjórn­­völd að átta sig á því að gild­is­­taka þriðja orku­­pakk­ans get­ur í nokkrum til­­vik­um leitt til þess að ákvörð­un­­ar­­vald um nýt­ingu sæ­­strengs milli Ís­lands og Evr­ópu verð­ur hjá Eft­ir­lits­­stofn­un EFTA (ESA) og við slík­­ar ákvarð­an­ir ber ESA að byggja ávörð­un sína á við­eig­andi regl­um Evr­ópu­­sam­­bands­ins (ES­B). Þetta hefur t.a.m. kom­ið skýrt fram hjá hin­um norska Hen­rik Bjør­ne­­bye, sem er pró­­fess­or og sér­­fræð­ing­ur í orku­rétti hjá Nor­dic Institute of Maritime Affairs í Osló.

Það virð­ist sem sagt raun­veru­legur mög­u­­leiki á því að upp geti komið sú staða að bind­andi ákvarð­an­ir um nýt­ingu sæ­­strengs verði tekn­ar hjá ESA og að þar verði al­farið byggt á lög­­­gjöf sem á upp­­runa sinn hjá Evr­ópu­­sam­­band­inu og að hags­mun­ir Ís­lands verði þar und­­ir. Þetta er atriði sem skyn­­sam­­legt væri að greina bet­ur áður en til þess kem­ur að Ís­land und­ir­­gang­ist regl­ur þriðja orku­­pakk­ans án fyr­ir­­vara. En jafn­­vel enn­þá stærri spurn­ing er sú hvort eðli­­legt sé að sama fyr­ir­­tæki eign­ist slík­­an sæ­­streng og virkj­an­ir á Íslandi. Af aug­­ljós­um ástæð­um hlýt­ur slíkt fyr­ir­­komu­lag eign­­ar­halds a.m.k. að orka svo­­lítið tví­­­mæl­is.

Hvað er hag­kvæm­ast fyrir Íslend­inga?

Sá sem þetta skrifar er sem fyrr tals­­maður þess að leita leiða til að auka arð­­semi í íslenska raf­­orku­­geir­­an­um, en arð­semin þar hefur verið lág. Þó svo arð­­sem­is­tæki­­færi vegna út­­flutn­ings á raf­­orku hafi upp á síð­­kast­ið far­ið minn­k­andi, gæti sæ­­streng­ur hjálp­­að til að orku­auð­lind­­irnar hér skapi meiri arð en ella. Um leið er grein­­ar­höf­und­ur á varð­bergi gagn­vart fá­keppni og ein­ok­un­ar­að­­stöðu. Að teknu til­liti til slíkra atriða vakna t.a.m. spurn­ingar um hvort það sé heppi­­legt að sama eða nátengd fyr­ir­tæki bæði eigi slík­­an sæ­­streng og hlut í íslensk­um raf­­orku­­fyr­ir­­tækjum og/eða virkj­un­um. Til sam­an­­burð­ar má hafa í huga að það væri t.a.m. nokk­uð sér­­­kenn­i­­legt ef Lands­­net væri byrjað að kaupa hér upp virkj­an­ir.

Það blasir við að fyr­ir­­tæki sem eign­­ast sæ­­streng milli Íslands og Bret­lands mun geta orðið í mjög sér­­stakri og sterkri stöðu. Sú flutn­ings­­leið myndi ekki fá neina sam­keppni fyrr en kannski í fjar­lægri fram­­tíð þegar ann­ar sæ­­streng­ur yrði mög­u­­lega lagð­­ur. Það er því fullt til­­efni til að skoða þetta sæ­­strengs­­mál til hlýt­ar og þá bæði kost­ina og gall­ana við hinar ýmsu út­­færsl­ur. Og var­­ast að hér verði gerð þjóð­hags­­leg mis­­tök. Höf­um í huga að það var t.a.m. ekki sjálf­­gefið að Norð­­menn eign­uð­ust ólíu­­sjóð, né heldur gerð­ist það sjálf­krafa Norð­­menn hafa svo til algera stjórn á tekju­­mynd­un vegna gas­­flutn­inga frá norska land­grunn­inu. Þarna er fyr­ir­­hyggja lyk­il­­at­riði.

Stjórn­völd eiga að hafa góða yfir­sýn og skýra stefnu

Það er ekk­ert athuga­vert við það að Dis­r­upt­ive Capi­­tal sýni íslenskri raf­­orku áhuga og vilji reyna sig hér við raf­­orku­við­­skipti og/ eða raf­­orku­­flutn­inga. Og það er já­­kvætt að sterk eft­ir­­spurn sé eftir raf­­orku fram­­leiddri á Ís­landi, rétt eins og það er mik­il­vægt að góð eft­ir­­spurn sé eftir ís­­lensk­um sjáv­ar­­af­­urð­um, ís­­lenskri tækni o.s.frv. En það er kannski um­hugs­un­­ar­vert ef lög hér leyfa að sama eða ná­tengd fyr­ir­­tæki myndu bæði eiga sæ­­streng­inn og íslenskar virkj­­anir eða um­tals­verð­an hlut í slík­­um virkj­un­­um. Mik­il­vægt er að stjórn­­völd hér kryfji mál­ið til mergj­ar og fái það t.a.m. alveg á hreint hver laga­­lega stað­an þarna er í raun og veru og hvern­ig best sé að tryggja ís­­lenska þjóð­­ar­hags­muni. Frem­ur en að bresk­ur auð­­mað­ur stýri þessu og jafn­­vel ákveði verð­ið á ís­­lenskri raf­­orku.

Til athug­un­ar: Grein­ar­höf­undur vinnur að vind­orku­verk­efnum á Íslandi í sam­­starfi við nor­rænt orku­­fyr­ir­­tæki. Þau verk­efni mið­­ast við inn­­­lendan raf­­orku­­mark­að ein­­göngu (það gæti eðli­­lega breyst ef sæ­­streng­ur yrði lagð­­ur). Höf­und­ur álít­ur að sæ­­stren­gur kunni að verða skyn­­sam­­legt verk­efni og að við mun­um senn­i­­lega sjá slíka teng­ingu í fram­­tíð­inni, hvort sem það verður eftir tíu ár eða ald­­ar­fjórð­ung eða síð­­­ar. En að teknu til­­liti til minn­k­andi arð­­sem­is­­tæki­­færa á evr­ópskum raf­­orku­­mörk­uð­um und­an­far­in ár og mik­il­vægi þess að ekki sé ráð­ist í svona verk­efni nema hags­mun­ir Íslands séu tryggð­ir sem best, þá þarfn­­ast slíkt verk­efni miklu ítar­­legri skoð­un­­ar, um­­fjöll­un­ar og opin­berr­ar um­ræðu áður en hægt er að full­yrða um ágæti þess eða ómög­u­­leika.