Mathöll Höfða

Heimild: 

.

Janúar 2019

Það er allt komið á fullt og þetta er farið að taka á sig fal­lega mynd,“ seg­ir Stein­gerður Þorgils­dótt­ir, einn eig­enda Mat­hall­ar Höfða sem opnuð verður í lok næsta mánaðar á Bílds­höfða 9.

„Við ætluðum að opna 15. fe­brú­ar en það verður ekki fyrr en í lok mánaðar­ins, það tek­ur allt lengri tíma en áætlað var,“ seg­ir Stein­gerður. Hún er eig­andi mexí­kóska veit­ingastaðar­ins Culiacan á Suður­lands­braut ásamt Sól­veigu Guðmunds­dótt­ur og sá staður verður einn sjö staða í mat­höll­inni.

Smur­brauð og morg­undjús­ar

„Svo verður brugg­húsið Belj­andi frá Breiðdals­vík hluti af bás Svanga Manga og tek­ur við þegar hon­um hef­ur verið lokað á kvöld­in. Þau koma með kút­ana beint frá Breiðdals­vík, við erum ofboðslega spennt að fá þau,“ seg­ir Stein­gerður.

Opnað verður í rýminu hægra megin við aðalinnganginn.

Opnað verður í rým­inu hægra meg­in við aðal­inn­gang­inn. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Auk þess verður hægt að gæða sér á ham­borg­ur­um frá Gastro Truck, asísk­um mat frá Wok On og ind­versk­um mat frá Indi­an Grill sem er af­sprengi Gand­hi í miðborg Reykja­vík­ur. Þá er verið að ganga frá samn­ing­um við Íslensku flat­bök­una. Að síðustu er það svo Hipst­ur þar sem skandi­nav­ísk stemn­ing svíf­ur yfir vötn­um og boðið verður upp á smur­brauð, morg­undjúsa og ýmsa holl­ustu- og græn­met­is­rétti. „Þarna verður mat­ur frá öll­um heims­horn­um,“ seg­ir Stein­gerður.

„Það verður eitt­hvað í gangi all­an dag­inn hjá okk­ur. Þú get­ur komið og fengið þér morg­undjús eða kaffi þegar þú ferð á heilsu­gæsl­una við hliðina á morgn­ana. Svo verður bakk­elsi í kaffi­tím­an­um, þetta eru ekki ein­göngu mat­ar­tím­arn­ir,“ seg­ir Stein­gerður.

Hún seg­ir að alltaf verði líf­legt og góð stemn­ing í Mat­höll Höfða. „Við verðum með pílukast og ýms­ar uppá­kom­ur um helg­ar. Það verður líf og fjör hérna.“

Fleira áhugavert: