Vatns­veita Hafnarfjarðar – Skortir vatnsþrýsting?

Heimild:  

Nóvember 2018

Vatns­veita Hafn­ar­fjarðar þurfti á auka vatnsþrýst­ingi að halda vegna slökkvi­starfs á val­eyr­ar­braut en þar varð stór­bruni í gær­kvöldi. Þrýst­ing­inn fékk vatns­veit­an frá Garðabæ.

Jón Guðmunds­son, vakt­maður hjá Vatns­veitu Hafn­ar­fjarðar, seg­ir að vatns­veit­an hafi ekki þurft á meira vatni að halda eins og kom fram í frétt Vís­is í nótt.

„Þetta er ekki beint vegna vatns­birgða, þær skorti ekki. Það er þannig að þegar fullt af slökkviliði kem­ur og teng­ir sam­an bruna­h­ana sjúga þeir vatnið og það verður svo mikið þrýst­ings­fall að við þurf­um í raun þrýst­ing frá öðrum.“

Jón bend­ir á að sama staða hafi komið upp þegar eld­ur kom upp í Miðhrauni í sum­ar. „Það var al­veg sama þegar stóri brun­inn varð í sum­ar inni í Miðhrauni, þá varð Hafn­ar­fjörður að gefa Garðabæ þrýst­ing.“

Það er al­gengt að sveit­ar­fé­lög aðstoði hvort annað við að halda næg­um þrýst­ingi, að sögn Jóns. „Þetta er þekkt. Sveit­ar­fé­lög­in eru sam­tengd og þegar eitt­hvað svona ger­ist og slökkviliðið fer að totta leiðslurn­ar þá þurf­um við að fá aðstoð frá öðrum til þess að halda uppi þrýst­ingi.“

Aðspurður seg­ir Jón að það sé ekki mögu­legt að koma í veg fyr­ir það að sveit­ar­fé­lög þurfi á auka þrýst­ingi að halda í aðstæðum sem þess­um. „Þetta er í raun ekk­ert vanda­mál, þetta er bara eðli­legt og það er ekki hægt að koma í veg fyr­ir svona. Sveit­ar­fé­lög­in eru stór, þetta eru lang­ar og mikl­ar lagn­ir út um allt og þegar slökkvilið ræðst á eitt­hvert svæði og fer að sjúga það þá verður eðli­lega þrýst­ings­fall. Þá er ástæða til að bjarga því með þess­um hætti.“

Fleira áhugavert: