Vatnið, virðing – Verðmætasta auðlind jarðar
September 2018
Vatn er án efa ein verðmætasta auðlind jarðar. Reglulega er rætt um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir vatninu og að sóa því ekki. Íslendingar nota mikið af vatni og er óhætt að segja að við verðum oft kærulaus við notkunina og látum vatnið jafnvel renna að óþörfu. Norðurorka hf. hefur látið útbúa myndband sem vonandi minnir fólk á að bera virðingu fyrir þessari dýrmætu auðlind sem hreint neysluvatn svo sannarlega er.