Kísilverksm. Helguvík – Endurbætur 4,5 Milljarðar

Heimild: 

 

Nóvember 2018

Fé­lagið Stakks­berg áætl­ar að fjár­festa fyr­ir um 4,5 millj­arða króna í úr­bót­um á kís­il­verk­smiðju fé­lags­ins í Helgu­vík. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá fé­lag­inu miða úr­bæt­ur að því að gera verk­smiðjuna full­búna til fram­leiðslu, koma til móts við at­huga­semd­ir íbúa í Reykja­nes­bæ og upp­fylla skil­yrði Um­hverf­is­stofn­un­ar fyr­ir starf­semi verk­smiðjunn­ar. Áður hafði komið fram að Ari­on banki, sem er eig­andi verk­smiðjunn­ar, myndi reyna að selja kís­il­verið í nú­ver­andi mynd. Kís­il­verk­smiðjan var áður rek­in und­ir nafni United Silicon.

Til­laga að matsáætl­un fyr­ir nýtt um­hverf­is­mat verk­smiðjunn­ar var birt á vef Skipu­lags­stofn­un­ar í dag en frest­ur til að skila inn at­huga­semd­um við hana er til 5. des­em­ber 2018. Þá hef­ur fé­lagið boðað til íbúa­fund­ar í Reykja­nes­bær annað kvöld vegna máls­ins.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni miða úr­bæt­ur meðal ann­ars að því að vinna gegn lykt­ar- og loft­meng­un, en Um­hverf­is­stofn­un stöðvaði rekst­ur verk­smiðjunn­ar í sept­em­ber í fyrra og setti ákveðin skil­yrði fyr­ir gang­setn­ingu á ný. Hafði ekki verið farið að skil­yrðum Um­hverf­is­stofn­un­ar og Skipu­lags­stofn­un­ar við bygg­ingu og meng­un­ar­varn­ir.

Meðal þess sem stofn­un­in ger­ir kröfu um er að komið verði upp sér­stök­um skor­steini til að draga úr lykt­ar­meng­un og að hreins­un á út­blæstri og meðhöndl­un á ryki verði bætt. Að auki fel­ur úr­bóta­áætl­un Stakks­bergs í sér að all­ur frá­gang­ur á lóð verk­smiðjunn­ar verði bætt­ur sem og aðstaða fyr­ir starfs­fólk. Þá verður sér­stakt um­hverf­is­stjórn­un­ar­kerfi inn­leitt og þjálf­un starfs­fólks bætt. Áætlan­ir Stakks­bergs gera ráð fyr­ir að fjár­festa þurfi 4,5 millj­örðum króna í úr­bót­um til að gera verk­smiðjuna full­búna til fram­leiðslu.

Skipu­lags­stofn­un samþykkti fyrr á þessu ári ósk Stakks­bergs um að fram­kvæma nýtt um­hverf­is­mat fyr­ir verk­smiðjuna. Með því mati á sér­stak­lega að skoða áhrif starf­sem­inn­ar á loft­gæði, meðal ann­ars með nýj­um út­reikn­ing­um á dreif­ingu út­blást­urs.

Fleira áhugavert: