Lagnakerfamiðstöð Íslands – Undir HR, eignir, rekstur

Heimild: 

 

Desember 2016

Tækni og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og Lagnakerfamiðstöð Íslands hafa gert með sér samning um rekstur og umsjón Háskólans í Reykjavík á starfsemi, fasteignum og búnaði Lagnakerfamiðstöðvar Íslands á Keldnaholti.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og jafnframt formaður LKÍ, og Kristján Ottósson, framkvæmdastjóri LKÍ, undirrituðu samninginn sl. fimmtudag, ásamt fulltrúum frá Háskólanum í Reykjavík, dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur rektor og Bjarka A. Brynjarssyni, forseta tækni- og verkfræðideildar HR.

Markmið samningsins er að tryggja áframhaldandi rekstur og uppbyggingu Lagnakerfamiðstöðvar Íslands, auka nýtingu hennar og þróa ný áherslusvið í starfsemi stofnunarinnar. Með samningnum tekur Háskólinn í Reykjavík að sér að sjá um allan rekstur, fasteignir og tækjabúnað stofnunarinnar og að þjóna skólum landsins við uppbyggingu kennslufræða í lagnatækni, endurmenntun lagnamanna, iðnaðarmanna, hönnuða í atvinnulífinu og opinberra stofnana í lagnatækni.

Fleira áhugavert: