Sala hitaveituvatni – Íslandsmet!

Heimild: 

 

September 2018

Heita vatnið streymir sem aldrei fyrr

Metsala var á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu í september sé litið til áranna frá 2014. Ástæðan er auðvitað tíðarfarið en haustið hingað til hefur verið áberandi kalt. September var ágætur framan af en síðustu 10 daga mánaðarins kólnaði talsvert.

September er þó ekki eini mánuðurinn á þessu ári þar sem metin hafa verið að falla. Frá áramótum hafa met verið slegin í hverjum mánuði, að undanskildum mars mánuði sem jafnar met frá 2015 og apríl þegar notkunin var í meðallagi.

Þrátt fyrir að rysjótt tíð sé líklega helsta ástæðan eru fleiri þættir að verki. Notkun á heitu vatni hefur aukist mikið á síðustu árum, eða um tæplega 20% á síðustu fimm árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um tæplega 14.000 manns á tímabilinu og fjöldi ferðamanna stóraukist. Allt þetta fólk þarf heitt vatn.

Fleira áhugavert: