Vindmyllur – Löndin, uppsett afl

Heimild: 

 

Maí 2017

Í hvaða löndum eru vindmyllur?

Eins og kemur fram í svari EDS við spurningunni Hvað eru til mörg lönd í heiminum? getur verið snúið að ákveða hvað eigi að miða við þegar land er skilgreint. Oftar en ekki er þó miðað við að land sé sjálfstætt ríki og munum við gera það í þessu svari.Í áðurnefndu svari kemur fram að lönd heimsins séu 196 talsins. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu World Wind Energy Association (WWEA) voru vindmyllur í 105 löndum eða landsvæðum miðað við árið 2014. Samtökin telja sem sagt ýmsar eyjar og önnur landsvæði sem ekki eru sjálfstæð ríki með.
Ef við skoðum einungis sjálfstæð ríki, það er lönd eins og við skilgreinum þau lækkar talan úr 105 í 93. Árið 2014 voru því vindmyllur í 93 löndum heims. Lista yfir löndin 93 má sjá aftast í svarinu.

 

Blaðlausar vindmyllur

 

Vindmyllugarður í Kína

Árið 2014 var uppsett afl vindmyllna í Kína tæplega þriðjungur af öllu uppsettu afli í þeim 93 löndum heims sem notfæra sér vind til raforkuframleiðslu.

Uppsett afl vindmyllna var 371.559 MW árið 2014 eða tæp 372 TW og var það aukning um 16% frá árinu á undan. Mikill vöxtur hefur verið í aflaukningu eins og sjá má í töflu 1, þó eitthvað hafi dregið úr vextinum síðustu ár.

 

Tafla 1: Uppsett afl og aflaukning milli ára.

Ár
Uppsett afl [MW]
Aukning frá fyrra ári [%]
1997
7.480
1998
9.667
29
1999
13.700
42
2000
18.039
32
2001
24.322
35
2002
31.181
28
2003
39.295
26
2004
47.681
21
2005
59.012
24
2006
74.112
26
2007
93.919
27
2008
120.894
29
2009
159.742
32
2010
197.005
23
2011
236.813
20
2012
282.810
19
2013
319.036
13
2014
371.559
16

Tafla 2: Lönd þar sem uppsett afl er mest.

Sæti
Land
Uppsett afl [MW]
1
Kína
114.763
2
Bandaríkin
65.754
3
Þýskaland
40.468
4
Spánn
22.987
5
Indland
22.465
6
Bretland
12.440
7
Kanada
9.694
8
Frakkland
9.296
9
Ítalía
8.663
10
Brasilía
5.962

Uppsett afl segir þó ekki alla söguna eins og kemur fram í svari Margrétar Evu Þórðardóttur við spurningunni: Hvernig virka vindmyllur?

Nýtni vindmylla á landi er um 24% af fræðilegu gildi yfir heilt ár en 41% á hafi þar sem vindhraði er yfirleitt meiri.

Væri nýtnin 100% myndi uppsett afl upp á 372 TW gefa um það bil 3261 TWh en áætlað er að árið 2014 hafi vindmyllur gefið af sér um 800 TWh. Sé litið til heildarorkuþarfar heimsins eru 800 TWh um 4% af orkuþörf mannkyns.

Heimildir:

Mynd:

Fleira áhugavert: