14 Rafvagnar – 300 Vetnisvagnar

Heimild:

 

Smella á mynd til að heyta umfjöllun

Október 2020

Evrópusambandið veitir 95 milljón króna styrk til Strætó BS til kaupa á vetnisstrætisvögnum sem taka á í notkun fyrir lok næsta árs. Styrkurinn er hluti af átaki Evrópusambandsins. Markmiðið með því er að koma 300 vetnisvögnum í umferð á næstu árum.

Strætó bs er nú með 14 rafknúna vagna. Fyrir áratug var gerð tilraun með vetnisvagna hjá Strætó í þrjú ár. Síðan hefur tækninni fleygt fram og almennt er litið á vetnisvagna sem góðan kost í almenningssamgöngum, að sögn Jóhannesar Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. Rætt var við hann á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

„Núna er Evrópusambandið að ýta undir það að borgir í Evrópu stígi þetta skref þannig að framleiðendur sjái þá tækifæri í því að framleiða vagna og það séu þá stórinnkaup fyrirhuguð og vonandi hefur það áhrif til lækkunar á innkaupsverði,“ segir hann.

Strætó á í góðu samstarfi við norræn almannasamgöngufyrirtæki og að sögn Jóhannesar er þar alls staðar verið að undirbúa kaup á orkuvænum vögnum. Nokkur fyrirtækin fá einnig þennan styrk frá ESB. Hann segir það mikinn kost við vetnisvagnana að hægt sé að aka þeim allan daginn á einni hleðslu. Gott skipulag þurfi aftur á móti í kringum akstur rafknúinna vagna því að fylla þurfi á þá eftir hálfan dag.

Þrátt fyrir að Ísland sé ekki í ESB gat Strætó sótt um styrkinn vegna EES-samningsins. Jóhannes segir að íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir vilja til að fella niður innflutningsgjöld á orkuvænum vögnum. „Þeir eru dýrari og það munar svo sannarlega um það ef einhver gjöld eru felld niður.“

Fleira áhugavert: