Hraðar breytingar – Harðar aðgerðir..

Heimild: 

 

Október 2018

Ef breyta á hratt þarf harðar aðgerðir

Ágústa Loftsdóttir

Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í eldsneytismálum og vistvænni orku segir að aðgerðaráætlun Íslendinga í loftslagsmálum sé of mjúk. Ef breyta eigi hratt stöðunni í loftslagsmálum eins og lagt er til í skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna þurfi harðari aðgerðir frá stjórnvöldum.

Samkvæmt skýrslu Loftslagsnefndarinnar standa jarðarbúar frammi fyrir stórkostlegum loftslagsbreytingum og náttúruhamförum í nánustu framtíð ef ekki verður gripið í taumana strax.  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið gaf út aðgerðaráætlun í loftslagsmálum í haust. Ágústa er sérfræðingur í eldsneytismálum og starfar hjá verkfræðistofunni Eflu. Hún segir að aðgerðaráætlun Íslendinga í loftslagsmálum sem kom út í haust sé full mjúk á köflum.

„Reynslan hefur sagt kennt okkur það að þegar kemur að svona aðgerðum sérstaklega þegar þarf að breyta hlutunum hratt þá eru beinar og doldið sterkar harðar aðgerðir frá stjórnvöldum miklu áhrifaríkari.“

Árið 2014 hafi verið sett lög um að olíufélögin ættu að sjá til þess að 5 prósent af því eldsneyti sem þau seldu væri af endurnýjanlegum uppruna. Það skilyrði hafi verið uppfyllt um leið og lögin tóku gildi.  Einnig var stefnt að því að ná 10 prósenta markmiðinu með mýkri aðgerðum, „en enn þann dag í dag þá er þessi prósenta einhverstaðar í kringum 6 prósentin.“

Gera megi ráð fyrir því að þeir bílar sem keyptir eru til landsins í dag verði ennþá á götunni árið 2030

„Þannig ef við ætlum að gera einhverjar stórkostlegar breytingar á þessum 12 árum sem er talað um í skýrslunni þá verðum við að byrja ekki seinna en í dag og það eru engar svona mjúkar aðgerðir sem koma þessu í gegn.“

Herða þurfi á öllum liðum í aðgerðaráætluninni og setja lög um eldsneyti bæði fyrir bíla og skip þar sem sagt er að 10 prósent af því eldsneyti sem selt er á Íslandi þurfi að vera af endunýjanlegum uppruna. Tæknilega sé ekkert því til fyrirstöðu.

„Hins vegar þá kostar þetta eins og ég segi allar þessar aðgerðir sem skila einhverjum svona alvöru árangri og skila alvöru árangri strax þær eiga eftir að koma við okkur  –  venjulega við budduna.“

Fleira áhugavert: