Halon handslökkvtæki – Bannað, slökkvistörf

Heimild: 

 

September 2004

Um 6.000 handslökkvitæki með haloni í umferð

UM 6.000 handslökkvitæki með haloni eru enn í umferð hér á landi, en bannað er að nota þau við slökkvistörf og þau flokkuð sem hættulegur úrgangur sem mönnum ber að skila.

„Þetta er mikið magn,“ segir Heiðrún Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Halon er öflugasta ósoneyðandi efnið sem þekkist, en Heiðrún telur að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað það er með í höndunum þar sem handslökkvitækin eru. Hún sagði tækin hafa verið keypt í miklum mæli fyrir röskum áratug og dreifst um land allt, en árið 1993 gekk í gildi bann við innflutningi umræddra tækja. Þau hafa hins vegar aldrei verið innkölluð og ekkert fé eyrnamerkt sértaklega til að mæta kostnaði við eyðingu þeirra.

Heiðrún sagði mikilvægt að tækjunum yrði skilað inn til efnamóttöku Sorpu eða spilliefnamóttöku sveitarfélaganna. Einstaklingar geta skilað tækjunum inn sér að kostnaðarlausu, en fyrirtæki þurfa að greiða um 700 krónur fyrir hvert kíló, þ.e. slökkvitækið í heild er vigtað, þannig að kostnaður fyrirtækja getur numið nokkur þúsund krónum fyrir hvert tæki.

Notkun ósoneyðandi efna hefur dregist saman á Íslandi undanfarin ár, en þó er enn flutt inn umtalsvert magn slíkra efna til notkunar á kæli- og frystikerfi fiskiskipa og hefur innflutningurinn aukist síðastliðin fjögur ár. Í fyrra voru t.d. flutt inn um 90 tonn af ósoneyðandi kælimiðlum, þar af voru tæp 50 tonn endurunnið efni og rúm 40 tonn af nýframleiddu efni. Heiðrún segir neikvætt að sjá í opinberum skýrslum að við höfum aukið innflutning þessara efna.

Fleira áhugavert: