Framtíðin – Í röngu ljósi..

Heimild: 

 

Mars 2018

Magn­us Lind­kvist

Eins verðmæt­ur hæfi­leiki og það er að geta gert til­tölu­lega ná­kvæm­ar spár um framtíðina virðist okk­ur flest­um erfitt að gera annað en að fylgja hug­mynd­um fjöld­ans um það sem koma skal. Og fjöld­inn hef­ur sjaldn­ast rétt fyr­ir sér.

Þetta seg­ir Magn­us Lind­kvist framtíðarfræðing­ur og rit­höf­und­ur.

Lind­kvist tel­ur mik­il­vægt að fólk og fyr­ir­tæki þori að hugsa stórt og djarft um framtíðina. „Reynsl­an kenn­ir okk­ur að framtíðin verður alltaf skrítn­ari en við gerðum okk­ur í hug­ar­lund og mis­tök­in sem við gerðum voru að leyfa okk­ur ekki að gera nógu fjar­stæðukennd­ar spár.“

En það er þægi­legt að fylgja hjörðinni og á viss­an hátt ör­ugg­ari leið til að kom­ast í gegn­um amst­ur hins dag­lega lífs. Það sem meira er; djörfu hug­mynd­irn­ar mæta oft mik­illi mót­spyrnu. „Ég held það hafi verið Voltaire sem sagði eitt­hvað á þá leið að það væri yf­ir­máta erfitt að hugsa öðru­vísi en sam­ferðamenn okk­ar. Það jafn­gild­ir því að ögra ríkj­andi ástandi og er fljót­leg leið til að eign­ast óvini,“ seg­ir Lind­kvist.

„Sam­fé­lagið er á marg­an hátt hannað til að halda lífi í hefðunum og hægja á breyt­ing­um. Er skemmst að minn­ast Uber sem hef­ur storkað ástand­inu eins og það er á leigu­bíla­markaði svo að borg­ar­yf­ir­völd víða um heim hafa bannað fyr­ir­tæk­inu að starfa. Sama með raf­mynt­ir; seðlabank­ar hér og þar hafa ým­ist reynt að setja strang­ar regl­ur um notk­un þeirra eða hreint og beint bannað þær. Ef eitt­hvað er al­veg nýtt, og virðist geta virkað, þá er fyrsta viðbragðið oft að reyna að banna það.“

Fleira áhugavert: