Kostnaður hreins­ist., frá­veitu – Há fasteignagjöld

Heimild: 

 

September 2018

Mik­ill kostnaður við upp­bygg­ingu hreins­istöðva, frá­veitu og tengdra mann­virkja er megin­á­stæða þess hve há fast­eigna­gjöld í Borg­ar­byggð eru. Byggðastofn­un birti á dög­un­um sam­an­b­urð á heild­arálagn­ingu fast­eigna­gjalda í 26 sveit­ar­fé­lög­um á land­inu. Þar er Borg­ar­byggð í 2. sæti.

Gjöld af fast­eign­um eru ann­ars sett sam­an úr nokkr­um þátt­um og þar á meðal frá­veitu­gjaldi, sem hvergi er hærra á land­inu en í Borg­ar­byggð, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

„Þetta á sín­ar skýr­ing­ar,“ seg­ir Gunn­laug­ur A. Júlí­us­son sveit­ar­stjóri í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hann vís­ar til þess að árið 2006 keypti Orku­veita Reykja­vík­ur all­an veit­u­r­ekst­ur Borg­ar­byggðar. Var þá ljóst að fara þyrfti í dýr­ar end­ur­bæt­ur á veitu­kerf­inu sem sveit­ar­fé­lagið hafði ekki bol­magn til að fara í. Hef­ur OR, nú Veit­ur, síðan end­ur­byggt frá­veit­ur og byggt dælu- og hreins­istöðvar í Borg­ar­nesi, á Hvann­eyri, Klepp­járns­reykj­um og Bif­röst. Er sam­an­lagður kostnaður við þess­ar fram­kvæmd­ir nú orðinn um 8,5 millj­arðar króna og frá­veitu­mál­in kom­in í gott horf.

Fleira áhugavert: