Vilja konur læra pípulagnir?

Heimild: 

 

Desember 1997

Vilja konur læra pípulagnir?

Oddný María Gunnarsdóttir var fyrsta konan til að ljúka sveinsprófi í pípulögnum á íslandi árið 1990

Hvað eru margar konur starfandi í byggingaiðngreinum?  Það virðist vera ótrúleg tregða hjá konum að hasla sér völl utan „hefðbundinna“ kvennagreina.

Það eru mögur ár að baki en hvarvetna virðist atvinnulífið vera að glæðast hérlendis og menn telja að bjartari tímar séu framundan. En þá koma afleiðingar mögru áranna í ljós og þar má nefna að í mörgum iðngreinum er vöntun á iðnaðarmönnum. Í byggingaiðngreinum hefur verið lítil viðbót útskrifaðra sveina á undanförnum árum, menn hafa veigrað sér við að taka nema vegna þess að verkefnin hafa verið takmörkuð. En það kemur fleira til.

Nýlega lauk í Reykjavík fundi samnorrænnar nefndar um menntun pípulagningamanna og það kemur alltaf betur og betur í ljós, Íslendingum til nokkurrar furðu, hvað vandamálin er lík í norrænum löndum hvað þetta varðar. Eitt af því er tregðs ungs fólks til að fara í iðnnám, það er sama sagan hvarvetna. En hvað veldur?

Opinber afstaða

Eitt af því eru viðhorfin í þjóðfélaginu, annað er afstaða löggjafanna og annarra stjórnvalda til menntunar.

Því verður tæpast á móti mælt að stjórnvöld, kannske ómeðvitandi, leggja meiri áherslu á nám sem oftar leiðir til háskólanáms og það er líklega vegna óskilgreinds þrýstings frá almenningi.

Stúdentsprófið hefur enn yfir sér vissan ljóma og afleiðingin er sú að sumar deildir háskóla eru yfirfullar og offramboð á einstaklingum í sumum háskólagreinum.

Það þykir ekki eins eftirsóknarvert að fara í verknám og því er ekki gert eins hátt undir höfði í menntakerfinu, þó nokkuð hafi áunnist með stofnun verkmennta- og fjölbrautaskólanna.

Ekki fyrsta val

Svanbjörg Vilbergsdóttir   Löggiltur pípulagningameistari Nóvember 2015

Það væri verðugt verkefni fyrir einhverja af þeim stofnunum, sem stunda þjóðfélagsrannsóknir, svo sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, að kanna það hvernig fólk velur sér lífsstarf, eða hvort það velur sér lífsstarf yfirleitt. Það kann að vera að slíkar rannsóknir hafi verið gerðar, sé svo væri æskilegt að niðurstöður væru aðgengilegri.

Slíkar rannsóknir væru stjórnvöldum góð leiðbeining um hvaða áherslur ætti að leggja í menntakerfinu. Ekki svo að skilja að fara ætti blint eftir slíkum niðurstöðum, jafnvel þvert á móti. Þetta gæti verið vísbending í tíma um það hvar má sjá fyrir að vöntun verður á menntuðum og þjálfuðum einstaklingum í vissum greinum.

Það hefur oft komið fram, að þeir sem hafa farið í iðnnám hafa ekki átt það sem fyrsta val, margir hafa ekki valið neitt, látið reka á reiðanum um menntun fyrir framtíðina, en skyndilega tekið sig á og hellt sér út í t.d. iðnnám sem bauðst.

Símenntun verði metin inn í menntakerfið

Það er að verða mikil vakning hjá samtökum iðnaðarmanna fyrir símenntun, eða endurmenntun sem við nefnum stundum svo. Þar fer saman eigið frumkvæði iðnaðarmanna og skilningur og stuðningur frá yfirvöldum menntamála.

En það er mikið nauðsynjamál að allt slíkt nám verði metið inn í menntakerfið, að hver sá sem sækir endurmenntunarnámskeið ljúki því með prófi og fái að afloknu prófi punkta, sem nýtast einstaklingnum síðar ef hann fer í frekara nám.

Þetta er sanngirniskrafa, nákvæmlega eins og ef hinn sami sækir nám í öldungadeildinni í Hamrahlíð eða annarsstaðar, þá fær hann punkta sem nýtast síðar.

Þetta er eins og að leggja fjármuni inn á bankabók og að vita það að námið gefur ekki aðeins meiri þekkingu og færni, heldur veitir inneign í „menntabankanum“ hlýtur að veita hverjum einstaklingi meiri ánægju af símenntun og sjálfsöryggi.

Soffía Anna Sveindóttir   Löggiltur pípulagningameistari Mars 2016

Kvennabarátta síðari ára hefur skilað nokkrum árangri en mikið er þar óunnið. Barátta kvenna þarf vissulega að beinast að stofnunum þjóðfélagsins og að afstöðu almennings, en ekki síður inn á við að þeim sjálfum.

Það virðist vera ótrúleg tregða hjá konum að hasla sér völl utan „hefðbundinna“ kvennagreina, eða hvað eru margar konur starfandi í byggingaiðngreinum?

Margar iðngreinar hafa verið að breytast hratt á síðustu árum og ein iðngreinin er pípulagnir.

Sú iðngrein er að breytast úr því að vera frekar gróf og þung iðngrein, þar sem mikið byggðist á kröftum við að lyfta þungum pottofnum, snitta sver þung stálrör, í það að verða í framtíðinni iðgrein þar sem aðall hennar er fræðilegur skilningur á eðli hluta, snyrtimennska, þar sem lagnir krefjast að auki að pípulagningamaðurinn hafi auga fyrir formum og fagurfræði. Í stað þungu röranna, með snittvélum og snittolíu, eru komin létt og lipur plaströr og mikill hluti starfs pípulagningamanna verður hér eftir endurlagnir í eldri hús þar sem leggja þarf rör innanum prúðbúið heimilisfólk og antik húsgögn.

Það er ekkert því til fyrirstöðu að konur geti unnið í þessari iðngrein, pípulögnum, meira segja sýnir það sem að framan var sagt að það sé æskilegt að þær komi til náms og starfs í iðngreininnni.

Hérlendis hefur ein kona lokið sveinsprófi í pípulögnum og ein er á námssamningi. Pípulagningakonur framtíðarinnar þurfa sjaldnar að beita svo stóru og þungu verkfæri, miklu frekar fagurfræði og tæknilegum skilningi.

Fleira áhugavert: