AQ Khan – Selur Kjarnorku..

Hemild: 

 

Smella mynd til að heyra umfjöllun

Febrúar 2018

Pakistanski vísindamaðurinn AQ Khan hefur verið kallaður hinn eini sanni „sölumaður dauðans“. Upp komst 2004 að þessi virti vísindamaður hefði um árabil selt einræðisríkjum eins og Íran, Líbíu og Norður-Kóreu tækni til að koma sér upp gereyðingarvopnum.

 

 Vildi endurheimta heiður Pakistans

Pakistanski verkfræðingurinn Abdul Qadeer „AQ“ Khan var að vinna hjá kjarnorkutæknifyrirtæki í Amsterdam 1974, þegar Indverjar sprengdu sína fyrstu kjarnorkusprengju.

Khan var mikill föðurlandsvinur og fylltist bræði að sjá að höfuðóvini Pakistans, Indlandi, hefði tekist að koma sér upp kjarnavopnum.

Staðráðinn í að endurheimta heiður heimaland síns fór Khan því að stela leynilegum upplýsingum og tækjum af vinnustað sínum: meðal annars teikningum af hraðaskilvindum til að auðga úran.

Árið 1975 stakk hann svo af heim til Pakistans með góssið og tók við stjórn pakistönsku kjarnavopnaáætlunarinnar.

epa05226975 Pakistani developed Shaheen II missile capable of carrying nuclear warhead is on display during Pakistan Day celebrations in Islamabad, Pakistan, 23 March 2016. Pakistan celebrates its National Day on 23 March to commemorate the adoption of

Mynd: epa – Pakistanski herinn sýnir flugskeyti.

 

Úr vísindastarfi í svartamarkaðsbrask

Störf AQ Khan báru skjótan árangur. Talið er að Pakistan hafi verið komið með kjarnavopn strax um miðjan níunda áratuginn.  Pakistanar héldu árangrinum þó lengi leynilegum, og sprengdu ekki tilraunasprengju opinberlega fyrr en árið 1998.

AQ Khan lét þó ekki þar við sitja. Um svipað leyti og fyrstu kjarnavopn hans voru að verða tilbúin, er talið að hann hafi farið að bjóða þjónustu sína og þekkingu ýmsum vafasömum karakterum: meðal annars Saddam Hússein einræðisherra í Írak, Múammar Gaddafí í Líbíu, klerkastjórninni í Íran og stjórnvöldum í Norður-Kóreu.

epa03593935 (FILE) A file handout picture released by presidential official website shows Iranian President Mahmoud Ahmadinejad inspecting the Natanz nuclear plant in central Iran, 08 March 2007. Media reports on 21 February 2013 state that the IAEA said

Mynd: epa – Ahmadinejad, fyrrverandi Íransforseti, skoðar skilvindur í kjarnorkuverinu í Natanz.

 Mynd: epa
Ahmadinejad, fyrrverandi Íransforseti, skoðar skilvindur í kjarnorkuverinu í Natanz.

Hollenskar skilvindur í írönsku kjarnorkuveri

Upp komst um svartamarkaðsbrask AQ Khans 2004 þegar eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar tóku eftir því að úranauðgunar-skilvindur Írana svipuðu mjög til skilvinda sem hollenska fyrirtækið, vinnuveitandi AQ Khans á sínum tíma, hafði smíðað á áttunda áratugnum.

Þá höfðu vestrænar leyniþjónustustofnananir reyndar lengi fylgst með AQ Khan og haft mörg tækifæri til að hafa hendur í hári hans — án þess þó að gera sér fulla grein fyrir því hvað hann væri að bauka.

Frjáls maður og þjóðhetja

Þrátt fyrir að upp hafi komist um hann er AQ Khan engu að síður frjáls maður í dag, og hylltur sem þjóðhetja af mörgum Pakistönum.

Sömuleiðis hefur hann aldrei verið yfirheyrður almennilega og er því enn margt á huldu um viðskipti hans — meðal annars hvort hann hafi mögulega átt sér fleiri kúnna.

epa01360014 Pakistani Jamiat Ulema-e-Islam (JUI) students climb a Chagai mountain replica, as they demand the immediate release of detained nuclear scientist and national hero Dr. Abdul Qadeer Khan, 28 May 2008 outside Islamabad. AQ Khan in 2004 publicly

Mynd: epa – Khan var og er álitinn þjóðhetja í Pakistan.

Fleira áhugavert: