Klórslysið í Varmá – Klórgeymir sundlaugar

Heimild:  vedimalastofnun mbl

 

Nóvember 2007

varma klorslys

 

September 2008

Sjó­birt­ingspara­dís­in Varmá í Ölfusi varð fyr­ir miklu áfalli í nóvember 2007 þegar stór klór­geym­ir við sund­laug­ina í Hvera­gerði tæmd­ist út í ána. Nokkr­ir dag­ar liðu áður en at­vikið upp­götvaðist og þegar að var gáð hafði mikið af sjó­birt­ingi, stór­um sem smá­um, drep­ist. Í fram­hald­inu var lokað fyr­ir alla veiði í ánni. Magnús Jó­hanns­son, fiski­fræðing­ur hjá Veiðimála­stofn­un, sem rann­sakaði Varmá eft­ir slysið, seg­ir að nán­ast eng­in seiði hafi fund­ist á nokk­urra kíló­metra kafla niður eft­ir ánni, frá þeim stað er klór­inn lak í ána. Hann sagði mun meira hafa verið af seiðum ofan við slysstaðinn. „Við gerðum aðra rann­sókn í júlí og þá var seiðaástandið miklu betra en eft­ir slysið. Fyrstu niður­stöður benda til þess að það séu mest seiði á fyrsta ári sem annað hvort hafa klak­ist út fyr­ir ofan slysstaðinn eða þá eitt­hvað af hrogn­un­um hef­ur lifað slysið af,“ sagði Magnús. Eft­ir þess­ar at­hug­an­ir var ákveðið að leyfa aft­ur tak­markaða veiði í ánni. Frá 1. sept­em­ber er veitt á þrjár stang­ir í ánni og mjög vel er fylgst með að öll­um fiski sé sleppt aft­ur. Auk þess er mik­il áhersla lögð á að all­ur afli sé mæld­ur og skráður í veiðibók.

„Þetta er gert til að meta ástandið. Við erum líka með hug­mynd­ir um að koma upp fisktelj­ara til að fylgj­ast bet­ur með gangi mála,“ sagði Magnús. „Við vit­um ekki hvað drapst mikið af þess­um stóra hrygn­ing­ar­fiski en það bend­ir allt til þess að tals­vert hafi drep­ist,“ sagði hann en tók fram að vaxt­ar­skil­yrði í ánni væru frá­bær ef allt væri í lagi. „Áin er mjög fram­leiðslu­rík og á að geta fram­leitt fullt af seiðum og fiski ef allt er í lagi.“

varma

Varmá

sundlaug laugarskard a

Sundlaugin Laugarskarði

Fleira áhugavert: