Kringlusvæðið

Heimild: 

 

Júní 2018

Borg­ar­ráð samþykkti í gær nýtt ramma­skipu­lag fyr­ir Kringlu­svæðið. Í frétta­til­kynn­ingu á vef borg­ar­inn­ar seg­ir að í því birt­ist ný stefna og framtíðar­sýn fyr­ir þetta 13 hekt­ara svæði á grunni Aðal­skipu­lags Reykja­vík­ur 2010-2030.

Gert er ráð fyr­ir 160 þúsund nýj­um fer­metr­um of­anj­arðar, sem verða blanda af íbúðum, versl­un og þjón­ustu auk menn­ing­ar- og list­a­starf­semi. Fjöldi íbúða á svæðinu get­ur sam­kvæmt ramma­skipu­lag­inu orðið 800 til 1000 tals­ins þegar það verður full­byggt, en til stend­ur að svæðið verði byggt upp í áföng­um.

Þann 17. janú­ar 2018 und­ir­rituðu Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og Guðjón Auðuns­son for­stjóri Reita vilja­yf­ir­lýs­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar og Reita fast­eigna­fé­lags um skipu­lag og upp­bygg­ingu svæðis­ins á grund­velli vinn­ingstil­lögu Kanon arki­tekta í hug­mynda­sam­keppni sem hald­in var árið 2017.

Kringlu­svæðið er á vef borg­ar­inn­ar sagt eitt mest spenn­andi þró­un­ar­svæðið á höfuðborg­ar­svæðinu en um leið eitt hið flókn­asta, m.a. vegna legu þess við stærstu stofn­braut­ir höfuðborg­ar­svæðis­ins og mik­il­vægr­ar starf­semi sem þar er að finna, t.d. Borg­ar­leik­húsið og versl­un­ar­miðstöðina Kringl­una.

 

Götusýn sem birtist í tillögum Kanon arkitekta sem áttu vinningstillögu ...

Götu­sýn sem birt­ist í til­lög­um Kanon arki­tekta sem áttu vinn­ingstil­lögu í hug­mynda­sam­keppni um Kringlu­svæðið. Teikn­ing/​Kanon arki­tekt­ar

Í kjöl­far ramma­skipu­lags­vinn­unn­ar er stefnt að breyt­ingu á aðal­skipu­lagi og í fram­hald­inu er gert ráð fyr­ir að svæðið verði deili­skipu­lagt og byggt upp í áföng­um.

Á vef borg­ar­inn­ar seg­ir að af­greiðsla ramma­skipu­lags­ins sé mik­il­væg­ur áfangi í þeirri veg­ferð að byggja upp öfl­ugt og glæsi­legt borg­ar­hverfi á Kringlu­svæðinu.

 

Fleira áhugavert: