Örplast frárennsli – Aðferð til hreinsunar
Febrúar 2018
Umhverfis- og matvælaráðuneyti Danmerkur (Miljø- og Fødevareministeriet) hefur veitt styrk úr svonefndri MUDP-áætlun til að þróa aðferð til að hreinsa örplast úr frárennsli þvottahúsa. Verkefnið verður unnið í samvinnu við mottuþvottahúsið Berendsen Textil Service í Karup, en þar eru á hverjum degi þvegin um 50 tonn af gólfmottum úr stofnunum og fyrirtækjum. Samkvæmt skýrslu frá Umhverfisstofnun Danmerkur (Miljøstyrelsen) koma um 2% af því örplasti sem fyrirfinnst í dönsku fráveituvatni frá þvottahúsum og í hvert skipti sem mottur eru þvegnar skolast út drjúgir skammtar af örplasti úr ryki, skósólum og úr mottunum sjálfum. Styrkurinn frá MUDP nemur tæplega milljón danskra króna (um 15 millj. ísl. kr.) og standa vonir til að verkefnið leiði af sér aðferð sem dugar til að ná 80% af plastögnunum sem annars myndu skolast út.
(Sjá frétt á heimasíðu Miljøstyrelsen 23. febrúar)