Renault – 8 nýjir rafbílar 2022
Október 2017
Renault ætlar að koma á markað með átta nýja rafbíla fram til ársins 2022, samkvæmt framtíaðrstefnu franska bílsmiðsins, „Ekið inn í framtíð 2017-2022“, sem opinberuð var í síðustu viku.
Aukinheldur ætlar Renault að koma á þessu tímabili með 12 tvinnbíla og segir forstjórinn Carlos Ghosn takmarkið á þessum tíma vera að tvöfalda bílasölu í öðrum álfum en Evrópu í rúmlega fimm milljónir eintaka á ári. Horfir fyrirtækið þá sérstaklega til hinna stóru markaða í Kína og Indlandi.
Í áformum Renault eru líka bílar í sítengdu netsambandi og 15 módel sem bjóða upp á sjálfakstur, þar á meðal leigubíl, svonefndan robotaxi.