Rafbilavæðing – Allt Ísland árið 2030

Heimild: 

 

Ágúst 2017

Rafbílavæða á allt landið fyrir árið 2030. Umhverfis- og auðlindaráðherra segir rafmagnsbíla vera helsta vopn Íslendinga í baráttunni við loftslagsbreytingar. Það kann að virðast fjarstæðukennt að bensín – og dísilbílar gætu heyrt sögunni til eftir rúma tvo áratugi. Sú gæti þó orðið raunin.

Bílaframleiðendur keppast við að framleiða sífellt ódýrari rafmagnsbíla sem jafnframt komast lengra á einni hleðslu. Bretar og Frakkar hafa auk þess lýst yfir að sala bíla sem nota bensín og dísilolíu verði bönnuð frá árinu 2040. Og Ísland stefnir í sömu átt.

„Það skiptir mjög miklu máli að nákvæmlega þessi lönd hafi komið fram með þessar yfirlýsingar því það eru stórir bílaframleiðendur þarna. VIð eigum alla þessa grænu orku og erum í okkar aðgerðaáætlun varðandi loftslagsvandann að stefna að því að rafbílavæða og metanbílavæða ef því er að skipta allan bílaflotann,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Ísland er með metnaðarfullar áætlanir í þeim efnum.

„Við ætlum að ná því fyrir 2030. Það er auðvitað stóra málið.“

Þannig að þú heldur að þetta markmið náist á Íslandi fyrir þennan tíma?

„Já – ég er vongóð um það, þetta er okkar stærsta vopn eigum við að segja í baráttunni við loftslagsvandann hér á Íslandi. Við eigum gnótt af grænni orku og við getum svo vel rafbílavætt hér allt landið. Þangað eigum við að stefna og þangað erum við að stefna.“

Fleira áhugavert: