Handþurrkur – Draga að og deila bakteríum

Heimild: 

 

Maí 2018

Niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar benda til að heitt loft handþurrk­ara á al­menn­ings­sal­ern­um sjúgi til sín bakt­erí­ur úr and­rúms­loft­inu sem svo aft­ur verða eft­ir á nýþvegn­um hönd­um not­and­ans.

Rann­sókn­in var gerð af vís­inda­mönn­um við Há­skól­ann í Conn­ecticut og Quinnipiac-há­skóla. Til að kanna kenn­ingu sína settu þeir til­rauna­skál­ar á nokkr­um mis­mun­andi stöðum á sal­erni og fóru svo með þær á rann­sókn­ar­stof­una. Ef slökkt var á handþurrk­ar­an­um þá fannst aðeins lítið magn bakt­ería eða alls ekk­ert á skál­un­um. En þegar skál­arn­ar voru í námunda við heita loftið frá handþurrk­ur­un­um í aðeins þrjá­tíu sek­únd­ur þá fund­ust allt að 254 þyrp­ing­ar bakt­ería. Oft­ast voru þær á bil­inu 18-60.

Vís­inda­menn­irn­ir vildu vita hvort að bakt­erí­un­um fjölgaði inni í handþurrk­ur­un­um sjálf­um eða hvort að heita loftið í þeim væri að sjúga bakt­erí­ur úr and­rúms­loft­inu til sín. Til að svara þess­ari spurn­ingu komu vís­inda­menn­irn­ir síum fyr­ir í handþurrk­ur­un­um og var niðurstaða þess þátt­ar til­raun­ar­inn­ar að bakt­eríu­fjöld­inn kæmi fyrst og fremst úr and­rúms­lofti baðher­berg­is­ins.

Þá vakn­ar spurn­ing­in hvernig bakt­erí­urn­ar kom­ast út í and­rúms­loftið yfir höfuð. Þeirri spurn­ingu reyn­ir John Ross, pró­fess­or í lækna­vís­ind­um við Har­vard-há­skóla, að svara. Hann seg­ir að í  hvert skipti sem sturtað er niður úr kló­setti, án þess að set­an sé niðri (eða jafn­vel ekki til staðar yfir höfuð) mynd­ast úði ör­vera, m.a. saur­gerla. Þessi úði get­ur farið um rýmið. Hann seg­ir að góðu frétt­irn­ar séu þær að sam­kvæmt rann­sókn­inni séu þess­ar ör­ver­ur lang­flest­ar ekki hættu­leg­ar heil­brigðu fólki. Þær geti hins veg­ar verið vara­sam­ar t.d. á sjúkra­hús­um.

Fleira áhugavert: