Sjókvía­eld­i – Lokaðar kvíar, kví­arn­ar á land..

Heimild: 

 

Maí 2018

Ekki í leit að söku­dólg­um

Þor­steinn J Vil­hjálms­son

Lax­eldi í opn­um sjókví­um er hita­mál um all­an heim og í nýrri heim­ild­ar­mynd er leit­ast við að varpa ljósi á reynslu annarra þjóða af þess­ari aðferð og draga fram heild­ar­mynd­ina og mögu­leg­ar af­leiðinar sjókvía­eld­is á ís­lenska nátt­úru. Einn sér­fræðinga sem rætt er við í mynd­inni tel­ur Íslend­inga eiga að færa kví­arn­ar upp á land.

Und­ir yf­ir­borðinu er heit­ir á nýrri heim­ild­ar­mynd eft­ir Þor­stein J. sem frum­sýnd verður á RÚV í kvöld. Þor­steinn hef­ur unnið að mynd­inni síðastliðið ár ásamt Óskari Páli Sveins­syni töku­manni, Gunn­ari Árna­syni hljóðmanni og fleir­um. Mynd­in fjall­ar um af­leiðing­ar sjókvía­eld­is á ís­lenska nátt­úru og fer víða í að sýna fram á al­var­leika máls­ins.

„Mynd­in er gerð til að skoða stóru mynd­ina og út­skýra fyr­ir fólki um hvað málið snýst. Mynd­in er ekki gerð til höfuðs nein­um, þetta er ekki gert til að finna ein­hverja söku­dólga. Hún er gerð fyr­ir okk­ur Íslend­inga til að finna leið út úr þess­um ógöng­um sem við erum kom­in í,“ seg­ir Þor­steinn.

Fyrst og fremst nátt­úru­vernd­ar­mál

„Það sem okk­ur hef­ur vantað fram að þessu, finnst mér, er að sjá heild­ar­mynd­ina. Þetta snýst ekki bara um Vest­f­irði eða Aust­f­irði eða hags­muni 1.500 bænda sem eiga veiðirétt á laxi og sil­ungsveiði á Íslandi, held­ur er þetta nátt­úru­vernd­ar­mál sem skipt­ir alla Íslend­inga máli.“

Þor­steinn seg­ir málið ekki hverf­ast um það að vera á móti lax­eldi. „Ég er ekki á móti lax­eldi frek­ar en nokk­ur maður. En það skipt­ir máli hvernig það er gert. Hvort það er gert í sjó eða á landi. Við þurf­um að spyrja okk­ur hvað er í húfi áður en við spyrj­um okk­ur hversu mörg störf skap­ast eða hversu mik­ill gróði verður af þessu. Það sem er í húfi er nátt­úra Íslands og villt­ir laxa­stofn­ar sem við eig­um að bera ábyrgð á að eyðilegg­ist ekki.“

Sjókvíar

Eft­ir­liti ábóta­vant

Eft­ir­lits­stofn­an­ir hafa verið gagn­rýnd­ar fyr­ir að sinna sínu hlut­verki illa þegar kem­ur að fisk­eldi. „Ég horfi þó fyrst og fremst til eft­ir­lits­stofn­ana frem­ur en til lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna. Ég er ekk­ert í vafa um að lax­eld­is­fyr­ir­tæki eru að gera sitt besta en það er gríðarleg­ur skort­ur á eft­ir­liti. Við vit­um í raun ofboðslega lítið um hvað er að ger­ast þarna. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in hafa sjálf kvartað yfir því og beðið um frek­ara eft­ir­lit, sem er frá­bært. En það breyt­ir þó ekki þeirri meg­in­staðreynd að aðferðin er hættu­leg. Það hafði mik­il áhrif á mig að sjá aðstæður í Svíþjóð og ekki síst í Seattle, sjá framtíð okk­ar Íslend­inga þar ef svo má segja, og tala við fólk sem hef­ur bar­ist gegn yf­ir­gangi þess­ara stóru lax­eld­is­fyr­ir­tækja um ára­bil.“

Úrelt aðferð við eldi

Kurt Be­ards­lee, fram­kvæmda­stjóri Wild Fish Conservancy í Washingt­on í Banda­ríkj­un­um, er meðal viðmæl­enda í heim­ild­ar­mynd Þor­steins. Hann hef­ur bar­ist í um 15 ár gegn sjókvía­eldi og náði loks ár­angri fyr­ir stuttu þegar þingið í Washingt­on-ríki samþykkti að frá og með ár­inu 2022 væri sjókvía­eldi ekki leyft. Not­ast yrði við aðrar aðferðir.

Sjókvía­eldi væri í raun gam­aldags aðferð sem aðrar þjóðir, meðal ann­ars Norðmenn sem eiga í fyr­ir­tækj­um á Íslandi, væru að skoða mjög ít­ar­lega að hætta að nota og færa eldið annaðhvort út á rúm­sjó eða upp á land í sínu heimalandi.

Be­ards­lee tel­ur Íslend­inga geta komið í veg fyr­ir þann stóra um­hverf­is­vanda sem aðrar þjóðir hafa þurft að horf­ast í augu við með því að færa kví­arn­ar upp á land. Á Íslandi er nú þegar land­eldi stundað í Öxarf­irði og suður með sjó, hjá Landorku. Þor­steinn tek­ur und­ir með Be­ards­lee. „Af hverju í ósköp­un­um vilj­um við koma til leiks með aðferðir sem aðrir eru að losa sig við? Við höf­um tæki­færi til að gera þetta rétt. Ef við horf­um til sjáv­ar­út­vegs­ins, þá hef­ur okk­ur lánast það að gera ís­lenska sjáv­ar­út­veg­inn sjálf­bær­an og höf­um þar af leiðandi sterka og já­kvæða ímynd af Íslandi sem þjóð sem tek­ur ábyrgð á auðlind­um sín­um, líkt og Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, seg­ir í mynd­inni. Vilj­um við ekki gera eins með fisk­eldið?“

Kvíar á landi

Fleira áhugavert: