0,2-0,4 plastagn­ir í 1 lítra

Heimild: 

 

Febrúar 2018

Niðurstöður mælinga Orkuveitunnar samsvara því að 1-2 örplastagnir finnist í ...

Niður­stöður mæl­inga Orku­veit­unn­ar sam­svara því að 1-2 örplastagn­ir finn­ist í hverj­um 5 lítr­um vatns. mbl.is/​Heiddi

0,2-0,4 plastagn­ir fund­ust í hverj­um lítra af vatni í vatns­sýn­um sem safnað var úr vatns­veitu Veitna í Reykja­vík. Í frétta­til­kynn­ingu sem Veit­ur senda frá sér seg­ir að niður­stöðurn­ar séu mun betri, en þær sem fram hafi komið í er­lendri skýrslu um örplast í neyslu­vatni víða um heim.

„Þar kom fram að 83% þeirra 159 sýna sem skýrsl­an bygg­ir á, og tek­in voru víðs veg­ar í heim­in­um, inni­héldu að meðaltali tutt­ugufalt og allt að 400-falt magn plastagna miðað við það sem fannst í neyslu­vatni Reyk­vík­inga,“ seg­ir í frétt­inni.

Niður­stöður mæl­inga Orku­veit­unn­ar sam­svara því að 1-2 slík­ar agn­ir finn­ist í hverj­um 5 lítr­um vatns. Eru sýn­in sem tek­in voru sögð hafa verið stór, eða á bil­inu 10-150 lítr­ar.

„Þrátt fyr­ir að þess­ar niður­stöður gefi vís­bend­ing­ar um ágæta stöðu þarf að taka þeim með fyr­ir­vara. Fyr­ir því eru tvær ástæður; Ekki er til viður­kennd sýna­töku- og grein­ing­araðferð þegar kem­ur að rann­sókn­um á örplasti í neyslu­vatni. Til að minnka skekkju sem get­ur orðið vegna söfn­un­ar, meðhöndl­un­ar og taln­ing­ar á litl­um sýn­um var ákveðið að taka mun stærri sýni en í er­lendu rann­sókn­inni sem nefnd er að ofan. Raun­ar hafa höf­und­ar henn­ar bent á að sýni þeirra hafi verið lít­il og hafa til­kynnt að nú standi yfir fram­halds­rann­sókn­ir sem stand­ast eðli­leg­ar vís­inda­leg­ar kröf­ur,“ seg­ir í frétt Veitna.

Hvorki til reglu­gerð né viðmiðun­ar­mörk um örplast í neyslu­vatni

Fyr­ir­tækið viti ekki til þess að áður hafi verið skoðað hvort örplast sé að finna í neyslu­vatni á Íslandi og því sé eng­inn sam­an­b­urður til fyr­ir vatn ann­arsstaðar á land­inu. Eng­ar reglu­gerðir séu held­ur til um örplast í neyslu­vatni, né held­ur séu til viðmiðun­ar­mörk, eða krafa gerð um hreins­un örplasts úr neyslu­vatni „og ekki er til heild­stætt mat á magni og upp­runa plasts í um­hverf­inu.“

Veit­ur muni engu að síður áfram fylgj­ast með örplasti í neyslu­vatni Reyk­vík­inga og vís­inda­legri umræðu hér á landi og er­lend­is um málið. Í vís­inda­grein í nýj­asta tölu­blaði Cur­rent Op­ini­on in En­vironmental Science and Health komi fram að enn séu ekki til mark­tæk gögn um örplast í neyslu­vatni eða hvaða áhrif það hef­ur. „Sýna­tök­ur og fram­setn­ing gagna séu ekki sam­ræmd og end­ur­tekn­ar rann­sókn­ir skorti sem dragi úr áreiðan­leika gagn­anna og mark­tækni niðurstaðna.  Mik­il­vægt sé þess vegna að inn­leiða sam­ræmd­ar aðferðir við mæl­ing­ar á örplasti í neyslu­vatni.“

Myndaniðurstaða fyrir iceland

Fleira áhugavert: