Bruni Miðhraun 4 – Ekkert vatnsúðakerfi!

Heimild: 

 

Apríl 2018

Ekk­ert vatnsúðakerfi er í hús­næði Icewe­ar og Geymslna í Miðhrauni þar sem eld­ur kom upp í morg­un. Hvort slíkt kerfi hefði átt að vera til staðar ..er óvitað á þessu stigi seg­ir Jón Viðar Matth­ías­son slökkviliðsstjóri við mbl.is. Þá seg­ir hann húsið meira og minna illa laskað eft­ir brun­ann.

Skort­ur á vatnsúðakerfi ..gerði slökkvistarf erfiðara og var mikið af elds­mat í hús­inu, slökkvistarf hef­ur þess vegna þurft að vera unnið mest­megn­is að ut­an­verðu að sögn slökkviliðsstjór­ans. Enn er tölu­verður eld­ur á ákveðnum svæðum sem slökkviliðið er að reyna að ná tök­um á.

Sér­stak­lega þykir erfitt fyr­ir slökkviliðið að eiga við geymsl­urn­ar sem eru marg­ar smá­ar ein­ing­ar og lang­ir gang­ar sem sem flækja slökkvistarf. Við þetta bæt­ist að á lag­ern­um sem var fyr­ir miðju húss­ins var mikið magn af elds­mat. „Í svona stærri brun­um er mikið af svona hreiðrum hér og þar sem menn átta sig ekki al­veg á í upp­hafi og þurfa að elta,“ seg­ir Jón Viðar.

Brunaviðvör­un­ar­kerfi virðist hafa virkað eins og skyldi þegar kviknaði í og heyrðist í bruna­bjöll­um að sögn Jóns Viðars. Þó virðist sem ein­hverj­ir erfiðleik­ar hafi verið fyr­ir starfs­menn að yf­ir­gefa bygg­ing­una eins og komið hef­ur fram í um­fjöll­un mbl.is

 

Mjög mik­inn reyk legg­ur frá bygg­ing­unni. mbl.is/Ó​feig­ur

Frá slökkvistarfinu í Garðabæ.

Frá slökkvi­starf­inu í Garðabæ. mbl.is/​Eggert

Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í eldsvoðanum.

Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í elds­voðanum. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fleira áhugavert: