Vinnuslys – 93 milljarðar á ári..

Heimild:  

 

Febrúar 2018

Vinnuslys hafa aldrei verið fleiri 

Helgi Bjarnason

Eitt af því sem fylgir uppsveiflum eins og þeim sem við sjáum í  atvinnulífinu um þessar mundir er fjölgun vinnuslysa. Til þess að sjá merki um þetta er nóg að bera saman hagtölur við tölfræði vinnueftirlitsins um vinnuslys. Undanfarin ár hefur vinnuslysum farið ört fjölgandi og slysatölurnar fyrir 2016 eru þær hæstu frá því mælingar hófust. 2017 tölurnar eru ennþá að koma í hús en margt bendir til þess að það ár verði jafn þungt í slysum.

Rannsóknir gefa til kynna að beinn og óbeinn kostnaður vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma sé um 3,8% af vergi landframleiðslu vestrænna landa. Miðað við árið 2016 hefði kostnaður vegna vinnuslysa verið 93 milljarðar eða 45 milljónir á hvert vinnuslys það ár.

Það er því ljóst að atvinnulífsins hér á landi bíður mikið verkefni. Íslensk fyrirtæki verða að skoða hvort skipulag og framkvæmd öryggismála sé eins og best verður á kosið. Forsvarsmenn verða að spyrja sig hvort nóg sé að gert, hvort lög og skyldur séu uppfylltar, og jafnvel hvort ekki sé tilefni til að ganga lengra en lög segja til um til að tryggja öryggi starfsmanna sinna.

Það er á ábyrgð okkar allra í atvinnulífinu, fyrirtækja, opinberra eftirlitsaðila og verkalýðsfélaga að sjá til þess að tryggja sem best að fólk sé öruggt við sína vinnu. En til þess að ná árangri þurfum við að vinna saman, deila reynslu og þekkingu og vera óhrædd við að leita að nýrra  leiða.

 

VÍSIR/ANTON BRINK

Fleira áhugavert: