6 fallegustu sundlaugar heims
Júlí 2017
Hér eru sex mest spennandi sundlaugar heims samkvæmt Architectual Digest:
Marina bay Sands Hotel
Sundlaugin er staðsett í Singapúr þar sem hún liggur þvert yfir þrjá turna hótelsins. Útsýnið úr sundlauginni er stórkostlegt og sjá gestir hennar yfir alla borgina.
Hierve el Agua
Staðsett í Oaxaca, Mexíkó, og skartar bæði náttúrulaugum og manngerðum laugum. Laugarnar eru myndaðar úr steini og sitja efst á toppi San Lorenzo Albarradas-bæjar. Frá sundlauginni sérðu yfir fallegt landslag Oaxaca-dals.
InterContinental Dubai Festival City
Sundlaugin er á toppi hæstu hæðar hótelsins sem er 36 hæða. Hluti sundlaugarinnar hangir út frá brún byggingarinnar og er gólf sundlaugarinnar úr gleri. Þessi er ekki fyrir lofthrædda.
Belmond Hotel Caruso
Útsýnið frá þessari sundlaug blandast saman við stórkostlegar strendur Almafi. Sundlaugin er staðsett á ítölsku hóteli þar sem nóttin kostar um það bil 100 þúsund íslenskar krónur.
Hotel Indigo
Þessi sundlaug situr á toppi hótels í Hong Kong og hefur stórbrotið útsýni yfir Wang Chai-svæði.
Hanging gardens of Bali
Sundlaugin situr í miðju gróskumikils regnskógar Balí og er ekkert í kringum hana nema fallegur og grænn gróður.