Hitaveita Vestmanneyjum

Heimild:  

 

Vestmannaeyjum
20MW rafskautaketill framleiðir gufu sem leidd er í tvo 10MW varmaskipta sem hita upp vatnið sem síðan er dælt inn á dreifikerfið. Vatnið sem notað er til upphitunar er neysluvatn sem kemur undan Eyjafjallajökli og er dælt um sjóleiðslur til Vestmannaeyja. Raforkan sem notuð er við gufuframleiðsluna er afgangsorka frá Landsvirkjun. Samhliða raforkunni er nýttur varmi frá Sorpeyðingastöð Vestmannaeyja og frá fiskimjölsverksmiðjum í Eyjum þegar þær eru í gangi. Um 15 % orkunnar fæst með þessu móti. Hraðastýrðar dælur dæla vatninu út á dreifikerfið sem er tvískipt, það er að segja efra dreifikerfi og neðra dreifikerfi.

Einangruð stálrör eða einangruð Pex plaströr eru lögð í húsin. Annað rörið er framrásin (heitt vatn með 4 til 7 kg/cm2 þrýstingi) sem hitar upp ofna og neysluvatn. Eftir notkun fer vatnið í bakrásina (um það bil 28°C með 2 til 4 kg/cm2 þrýstingi) upp í Kyndistöð og er hitað upp aftur.

  • Lengd dreifikerfis: 500 km
  • Vatnsmagn inn á kerfinu: 600 m3
  • Fjöldi húsa/íbúða tengd: 1400
  • Hámarksdæling: 320 m3/klst
  • Meðalálag: 7 til 8 MW
  • Hámarksálag: 14 til 15 MW
  • Lágmarksálag: 4 MW

Í dreifikerfinu eru 130 brunnar. Í brunnunum eru stofnlokar, heimæðalokar ásamt festum og þenslum.

Brunnarnir gegna mikilvægu hlutverki þegar tengivinna, bilanir eða lekaleit eiga sér stað.

Fleira áhugavert: