Uppsjávarfrystihús Shi­kot­an Kúrileyjum

Heimild:  

 

Febrúar 2018

Verksmiðjan á að vera fullbúin eftir um 16 mánuði á ...

Verk­smiðjan á að vera full­bú­in eft­ir um 16 mánuði á Shi­kot­an þar sem lífið snýst um veiðar og vinnslu

Tæknifyr­ir­tæki í út­rás á Kúrileyj­um

Þrjú ís­lensk tæknifyr­ir­tæki hafa samið um bygg­ingu á full­komnu upp­sjáv­ar­frysti­húsi á eyj­unni Shi­kot­an, sem er ein Kúrileyja aust­ast í Rússlandi.

Fyr­ir­tæk­in eru Skag­inn 3X, Kæl­ismiðjan Frost og Raf­eyri og á nýja verk­smiðjan full­bú­in að af­kasta um 900 tonn­um af fryst­um afurðum á sól­ar­hring. Hvert stór­verk­efnið tek­ur við af öðru hjá fyr­ir­tækj­un­um, sem nú vinna að bygg­ingu stórs upp­sjáv­ar­frysti­húss í Fær­eyj­um.

Í sum­ar er ráðgert að um 50 starfs­menn ís­lensku fyr­ir­tækj­anna verði í senn á Shi­kot­an aust­ur við Kyrra­haf. Allt að viku gæti tekið fyr­ir starfs­menn­ina að ferðast fram og til baka.

Áætlað er að búnaður­inn verði flutt­ur í um 90 gám­um til Shi­kot­an, flest­ir þeirra frá Íslandi, og gæti tekið um 70 daga að koma farm­in­um frá Íslandi á áfangastað.

Ingólf­ur Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Skag­ans 3X, seg­ir að ef vel tak­ist til geti marg­vís­leg tæki­færi fal­ist í Rússlandi.

 

Á síðustu miss­er­um hafa ís­lensk­ar viðskipta­sendi­nefnd­ir farið nokkr­um sinn­um til Rúss­lands, m.a. í sam­vinnu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og Íslands­stofu. Sömu­leiðis hafa fyr­ir­tæki kynnt starf­semi sína og sótt sýn­ing­ar í þessu víðfeðma landi.

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi.

Berg­lind Ásgeirs­dótt­ir

Berg­lind Ásgeirs­dótt­ir, sendi­herra í Rússlandi, seg­ist finna fyr­ir vax­andi áhuga á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og þeim ár­angri sem þar hafi náðst. Hægt og bít­andi hafi þekk­ing á ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um, hönn­un og hug­viti farið vax­andi.

Hún seg­ist ekki vita annað en að samn­ing­ur fyr­ir­tækj­anna þriggja um upp­bygg­ingu á Shi­kot­an sé stærsti ein­staki samn­ing­ur sem ís­lensk fyr­ir­tæki hafi gert í ára­tugi í Rússlandi. „Útflutn­ing­ur á sjáv­ar­af­urðum frá Íslandi til Rúss­lands hrundi um 95% á milli ár­anna 2014 og 2016, eft­ir að rúss­neska viðskipta­bannið var sett á sum­arið 2015. Ég veit ekki um neina þjóð sem missti svo mikið vegna viðskipta­banns­ins. Því er dýr­mætt að það skuli þó gef­ast mögu­leik­ar á öðrum tæki­fær­um,“ seg­ir Berg­lind.

Aðspurð hvort þessi samn­ing­ur gæti verið upp­hafið að lausn hvað varðar viðskipta­bannið seg­ist hún ekki telja að svo sé, þetta tvennt sé al­ger­lega aðskilið.

Berg­lind seg­ir að í gangi sé metnaðarfull áætl­un rúss­neskra stjórn­valda um end­ur­nýj­un fiski­skipa­flot­ans og upp­bygg­ingu land­vinnslu. Þetta hafi m.a.verið gert á þann hátt að heim­ild­ir hafi verið innkallaðar nú í lok 10 ára út­hlut­un­ar. Í staðinn taki við 15 ára út­hlut­un með sér­stök­um hvata um að þeir sem ráðist í upp­bygg­ingu fái auk­inn kvóta.

 

Shi­kot­an

Shi­kot­an Kúrileyjum Rússlandi

Fleira áhugavert: