Ausum við mat í rotturnar?

Heimild: 

 

Júlí 2013

Reykvísk rotta

Reyk­vísk rotta mbl.is/​Sverr­ir Vil­helms­son

Mein­dýra­eyðar Reykja­vík­ur­borg­ar sinna dag­lega út­köll­um vegna rott­u­gangs í Reykja­vík. Að sögn mein­dýra­eyðis geta rott­urn­ar náð 40-50 cm lengd með búk og hala. Hann seg­ir að rott­ur lifi alla jafna í hol­ræs­um hér á landi ólíkt því sem ger­ist er­lend­is þar sem þær eru gjarn­an í nátt­úr­unni.

Guðmund­ur Björns­son rekstr­ar­stjóri mein­dýra­varna hjá Reykja­vík­ur­borg seg­ir að fólk hér á landi hafi að jafnaði fljótt sam­band ef það verður var við rott­u­gang. „Við för­um á hverj­um degi í rottu­út­köll. Í fyrra fór­um við í 320-350 út­köll og það telst nú ekk­ert sér­stak­lega mikið,“ seg­ir Guðmund­ur.

Rottu­laus svæði aust­ast í borg­inni

Hann seg­ir að rott­u­gang­ur sé um nær alla borg­ina en út­hverf­in verði þó síst fyr­ir barðinu á þess­um óvel­komna vá­gesti. „Það eru rottu­frí svæði aust­ast í borg­inni, en frá Elliðaá og vest­ur úr má finna rott­ur,“ seg­ir Guðmund­ur. Hann seg­ir að út­köll séu ekki tíðari í einu hverfi um­fram önn­ur.

Guðmund­ur hef­ur sinnt þessu starfi í um 20 ár og man ekki til þess að mikið tjón hafi hlot­ist af rott­um þó þær eigi það til að naga „eitt og annað.“ „Ef það eru opin niður­föll t.a.m. í þvotta­hús­um þá er verið að bjóða upp á að þær komi inn til fólks. Rott­ur eru nær ein­göngu í lögn­um hér á landi og er það nán­ast sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri. Er­lend­is eru rott­ur gjarn­an í um­hverf­inu þó einnig megi finna þær í hol­ræs­um, en hér eru þær ein­göngu í hol­ræsa­kerf­inu og lít­il­lega í fjör­unni. Þær komust inn í skólplagn­irn­ar fyr­ir ára­tug­um síðan og það er þeirra svæði,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Við erum að ausa mat í rott­urn­ar“

Hann seg­ir að í lögn­un­um sé næg fæða fyr­ir rott­urn­ar. „All­ur matar­úr­gang­ur og fleira sem fer þarna í gegn er fæða fyr­ir rott­urn­ar. Við erum að ausa mat í rott­urn­ar. Er­lend­is er mun meiri fæðu að finna á yf­ir­borðinu. En ef við fáum út­kall þar sem til­kynnt er um rottu í garði, á það nær und­an­tekn­ing­ar­laust ræt­ur að rekja til bil­un­ar í lagna­kerfi í húsi nærri viðkom­andi garði. Þær hlaupa stund­um um á yf­ir­borðinu til að leita sér fæðu en fara svo alltaf í niður­föll­in aft­ur. Þar búa þær,“ seg­ir Guðmund­ur. Hann seg­ir að stund­um fari rott­ur inn í vist­ar­ver­ur fólks í fæðuleit.

Ástandið betra en ann­ars staðar

Guðmund­ur seg­ir að ástandið hér á landi sé betra en víðast hvar ann­ars staðar í heim­in­um og rott­um sé að fækka frek­ar en fjölga. „Það eru sveifl­ur í stofn­in­um, en kúrf­an sýn­ir að þeim er að fækka. Ég hef sagt það und­an­far­in 5-6 ár að það sé ekki hægt að sýna fram á lægri töl­ur en alltaf virðist þeim fækka og það gef­ur til kynna að vel sé staðið að þess­um mál­um hér,“ seg­ir Guðmund­ur. Inn­an­dyra nota mein­dýra­eyðar borg­ar­inn­ar gjarn­an gildr­ur en ut­an­dyra er not­ast við eit­ur til þess að ná rott­un­um.

Að sögn Guðmund­ar er al­geng­ast að Reykja­vík­ur­borg sinni því að drepa rott­ur og geri hún það frítt. Einnig séu þó einkaaðilar sem taki að sér slík verk­efni.

Fleira áhugavert: