Verslunarmiðstöð Kaupfélags Suðurnesja

Heimild:  

 

Desember 2017

Verslunarmiðstöð á fullt með vorinu

Myndaniðurstaða fyrir verslunarmiðstöð Kaupfélags SuðurnesjaTafir við skipulagsvinnu hjá Skipulagsstofnun og umhverfis-og auðlindaráðuneytinu hafa orðið til þess að áform Kaupfélags Suðurnesja um að reisa verslunar- og þjónustumiðstöð skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa verið í biðstöðu síðan fyrri part árs 2016. Svæðið sem um ræðir er um 20 þúsund fermetrar að stærð og er við Rósaselshringtorg sem er nærri flugstöðinni.

 Frá þessu er greint á vef RÚV, en þar kemur fram að vinnu Skipulagsstofnunnar og ráðuneytisins sé nú lokið og málið í höndum sveitarfélagsins Garðs, sem geti nú hafið vinnu við nauðsinlegar deiliskipulagsbreytingar en svæðið er í dag skilgreint sem athafnasvæði, sem breyta þarf yfir í verslunar-og þjónustusvæði.

Í frétt RÚV er rætt við Skúla Skúlason, stjórnarformann Kaupfélags Suðurnesja sem telur að aðalskipulag sveitarfélagsins Garðs verði klárt í febrúar og að í framhaldinu verði hægt að vinna málið áfram af meiri alvöru.

Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að hefja rekstur í verslunarkjarnanum. Nettó, sem er í eigu Samkaupa, dótturfélags Kaupfélags Suðurnesja, myndi opna matvöruverslun, Olís reka þar bensínstöð og Subway, Pizza Hut, KFC, Taco Bell og Grill 66 veitingastaði.

Myndaniðurstaða fyrir verslunarmiðstöð Kaupfélags Suðurnesja

Myndaniðurstaða fyrir verslunarmiðstöð Kaupfélags Suðurnesja

Fleira áhugavert: