Ófaglærðir í störfum iðnaðarmanna?
Desember 2017
„Við höfum orðið varir við að allir sem eru að vinna við háhýsi hér í bæ eru skráðir sem verkamenn,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, í samtali við Morgunblaðið.
Stéttarfélög iðnaðarmanna hafa fengið mörg dæmi í vinnustaðaheimsóknum um stór húsbyggingarverk þar sem ekki finnst einn einasti fagmenntaður iðnaðarmaður við störf og vandasömum verkefnum hefur verið úthlutað til ófaglærðra. Þetta er óhæfa, segir Hilmar í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu.
Í flestum tilvikum er um að ræða erlenda verkamenn sem vinna störf iðnaðarmanna s.s. málun, múrverk, pípulagnir o.s.frv.