Skógarhlíð Fossvogi – Búseti byggir fjölbýlishús

Herimild:  

 

Desember 2017

Bú­seti er að hefja bygg­ingu á 20 íbúða fjöl­býl­is­húsi við Skóg­ar­veg 16 í Foss­vogi og tók Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og Bjarni Þór Þórólfs­son, fram­kvæmda­stjóri Bú­seta, fyrstu skóflu­stung­una að fjöl­býl­is­hús­inu í gær. Fram­kvæmd­ir eiga að hefjast á næstu vik­um og gert er ráð fyr­ir að húsið verði til­búið seinni hluta árs 2019 að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Í hús­inu verða ell­efu 2ja her­bergja íbúðir og níu 3ja her­bergja, en aðal­hönnuður húss­ins er Sig­ríður Ólafs­dótt­ir arki­tekt.

„Verk­efnið hér á Skóg­ar­vegi er frá­bært, stutt í skóla, leik­skóla og góðar göngu- og hjóla­leiðir í þessu gróna og fal­lega hverfi,“ ef haft eft­ir Degi í til­kynn­ing­unni.

200 íbúðir til viðbót­ar á veg­um Bú­seta eru nú í bygg­ingu eða á teikni­borðinu sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

20 íbúðir verða í fjöl­býl­is­hús­inu sem rísa á við Skóg­ar­hlíð. Teikn­ing/​Bú­seti

Fleira áhugavert: