Jarðstrenglagnir – Endurnýjun dreifikerfisins
Hér er samantekt á stöðu helstu jarðstrenglagna vegna endurnýjunar loftlínukerfisins á veitusvæðum RARIK fyrir árið 2017
Júlí 2017
Verkefnin eru skipt eftir landshlutum:
Vesturland:
- 13,5 km háspennustrenglögn í Reykholtsdal frá Reykholti að Hofsstöðum og frá Kjarvalsstöðum að Rauðsgili. Verkið er langt komið og ætti að vera lokið að fullu um miðjan ágúst. Verktakinn Þórarinn Þórarinson er með verkið.
- 11,5 km háspennustrenglögn frá Gröf að Hellnum í Snæfellsbæ. Austfirskir verktakar hf. sjá um framkvæmdina sem hófst 3. júlí og ætti að vera lokið um mánaðarmótin ágúst/september.
- 3,5 km háspennustrenglögn frá Hvoli að Staðarhóli í Saurbæ. Verkið er hafið og því ætti að vera lokið fyrir mánaðarmótin júlí/ágúst. Verktakinn Þórarinn Þórarinsson er með verk.
- 5 km háspennulögn frá rofastöð við Brúarás að fyrirhuguðu stöðvarhúsi við Urðafellsvirkjun. Við sama tækifæri verður lögð háspennulögn fyrir nýtt þjónustuhús við Hraunfossa. Farið verður í verkið í ágúst í viku 33 eða 34. Verktakinn Þórarinn Þórarinsson verður líklega með það verk.
Norðurland:
- 15 km háspennustrenglögn frá Laxárvatni að Laxá á Refasveit. Vinnuvélar Símonar fengu verkið sem áætlað er að hefjist um miðjan ágúst og verði lokið í lok september.
- 11 km háspennustrenglögn í Deildardal og Unadal í Skagafirði. Vinnuvélar Símonar fengu verkið og er það vel á veg komið. Áætluð verklok eru í byrjun september.
- 15 km háspennustrenglögn í Svarfaðardal frá Ytra-Hvarfi að Melum og frá Klaufabrekku að Atlastöðum. Vinnuvélar Símonar fengu verkið. Meginframkvæmd er lokið en beðið er eftir rofastöðvum sem á að setja upp. Áætluð verklok eru í byrjun september.
- 7 km háspennustrenglögn í Eyjafirði frá Sandhólum að Miklagarði. Austfirskir verktakar fengu verkið og hafa lokið sínum hluta. Unnið er við að tengja rofahús. Áætluð verklok eru fyrir 21.júlí.
Austurland:
- 8 km háspennustrenglögn í Fljótsdalshéraði frá Fellabæ að Hreiðarsstöðum. Austfirskir verktakar fengu verkið sem er enn í leyfisferli. Stefnt er að því að fara í verkið um mánaðarmótin ágúst/september. Reiknað er með að því ljúki í lok september
- 3 km háspennustrenglögn í Fjarðarbyggð frá Högnastöðum að skíðasvæði í Oddsskarði. Austfirskir verktakar fengu verkið. Verkið hefst að öllum líkindum um mánaðarmótin september/október og ætti að taka um tvær vikur.
Suðurland:
- 19 km háspennustrenglögn í Biskupstungum frá Einholti að Brattholti. Verktakinn Lás á Bíldudal fékk verkið sem hófst 17. júlí. Verklok eru áætluð um miðjan ágúst.
- 11 km háspennustrenglögn í Hrunamannahreppi frá Flúðum að Hrepphólum. Verktakinn Lás á Bíldudal fékk verkið. Áætlað er að hefja verkið upp úr miðjum ágúst og reiknað er með að því ljúki um miðjan september.