Auðbrekka – Bílastæði tefja uppbyggingu
Nóvember 2017
Óverulegur fjöldi bílastæða í fyrirhuguðu íbúðarhverfi í Auðbrekku í Kópavogi hefur tafið fyrir uppbyggingu hverfisins. Bankar hafa enda verið tregir að lána fé í verkefnið. Þetta hefur Morgunblaðið eftir öruggum heimildum.
Uppbyggingin í Auðbrekku er hluti af þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Þar verður blönduð byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis.
Fram kom í Morgunblaðinu í byrjun október 2015 að uppbygging nýs íbúðarhverfis í Auðbrekku myndi líklega hefjast vorið 2016. Var það sagt hálfu ári síðar en væntingar voru um haustið 2014. Nú eru liðin rúm tvö ár síðan fréttin birtist og er ein húsbygging farin af stað.