Alþjóðlegi klósettdagurinn – 19. nóvember
Nóvember 2017
Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030 miða meðal annars að því að koma hreinlætismálum í lag og minnka um helming ómeðhöndlað skólp, auka endurvinnslu og örugga endurnýtingu.
Sameinuðu þjóðirnar segja að til þess að því markmiði verði náð verði að safna saman saur til flutnings, meðhöndlunar og losunar á öruggan og sjálfbæran hátt. Eins og staðan er í dag þá mengi mannasaur neysluvatn 1,8 milljarða manna og ógni þannig heilsu og lífi fólks.
Sameinuðu þjóðirnar segja að með úrbótum í þessum málaflokki væri hægt að koma í veg fyrir rúmlega 840 þúsund dauðsföll á hverju ári. Lélegt vatn og skortur á hreinlæti kosti fátækari ríki heims um 260 milljarða bandaríkjadala á ári, um 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu þeirra. Sameinuðu þjóðirnar halda því fram að hver dollari sem varið sé til úrbóta skili sér fimmfalt til baka.
Sameinuðu þjóðirnar birta skýringarmyndskeið hér að ofan á vef sínum: